Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 87
81
Degi eftir fæðinguna var Lúther skírður,
skírnarfonturinn sá er enn notaður. Þá var hinu
nýfædda barni gefin skírnargjöfin, fyrirgefn-
ing syndanna, og það var einmitt sá gimsteinn,
sem hann síðar benti mönnum á. En áður varð
hann sjálfur að taka á móti hinni miklu gjöf
náðarinnar, kasta sér út á dýpi trúarinnar og
finna þar perlu náðarinnar. Honum ógnaði
myrkur syndarinnar, en hann sá Ijós, sem var
myrkrinu sterkara, Ijós náðaminar. En áður en
gleðin yfir hinni fundnu perlu streymdi inn í
sál hans, varð hann að þola þungar sálarraunir.
Strangt. uppeldi hlaut hann, en fékk þó að
njóta fræðslu, gekk í skóla og varð stúdent, var
glaður stúdent, sem lifði hreinu og fögru æsku-
lífi.
Það var draumur föður hans, að lögfræðinám
væri leið að tign og metorðum, og byrjaði sonur-
inn þá á námi. En hann hætti því brátt, því nú
lét Guð hann ganga í annan skóla, þar sem sál
hans átti að mótast í eldinum. Alvarlegar hugs-
anir sóttu hinn unga stúdent heim og eitt sum-
arkvöld barði hann að dyrum klaustursins í Er-
furt, var hann þá rúmlega tvítugur að aldri,
skildu vinir hans ekkert í þessu tiltæki hans og
faðir hans varð bæði hryggur og reiður.
Gegndi nú Lúther venjulegum skyldustörfum
í klaustrinu, en lagði jafnframt stund á guð-
fræðinám. Var hann vígður til prests 2. maí
6