Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 88
82
1507, og las sína fyrstu messu, komst í sátt við
föður sinn, sem kom í heimsókn til klausturs-
ins til þess að vera við fyrstu messu sonarins.
Ungi presturinn hélt, að hann myndi ekki
geta lokið við messuna, svo hræddur var hann.
Eftir þann dag ber meir og meir á hinu mikla
sálarstríði, en hann bað og fastaði, las í Biblí-
unni, og opnaði hjarta sitt fyrir góðum sálu-
^orgara þar í klaustrinu, hét sá Jóhann Stau-
pitz, og benti hann Lúther á náð Drottins. Að
tilstuðlun þessa manns varð Lúther kennari við
hinn nýstofnaða háskóla í Wittenberg, hélt hann
þar fyrirlestra og prédikaði, enda þótt hann í
byrjun væri bæði hræddur og feiminn að tala,
ef margt fólk var í kirkju.
Árið 1511 var hann sendur í ákveðnum er-
indagerðum til Rómaborgar, og nokkru eftir
heimkomu sína varð hann doktor í guðfræði.
Las hann nú Biblíuna af kappi, en henni hafoi
hann sérstaklega kynnst í klaustrinu. Er til
rnjög fagurt gamalt málverk í klaustrinu í Er-
furt, er það mynd af Lúther, sem er að lesa í
Biblíunni, situr hinn ungi munkur við borðið í
klefa sínum, það er snemma morguns, fyrstu
geislar sólarinnar skína inn í herbergið. Munk-
urinn styður hönd undir kinn og er sokkinn
niður í lestur hinnar heilögu bókar. Það er góð
mynd af hinum unga Lútlier.
Franski rithöfundurinn Rousseau sagði: