Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 90
84
Það ætti ekki vel við að minnast Lúthers og
siðbótarinnar án þess að nefna Filippus Mélank-
ton. Háskólinn fékk mikið frægðarorð á sig
vegna starfsemi Melanktons, hins mikla fræði-
manns, er var frábærlega vel að sér í hinum
gömlu málum, og hafði lokið öllum prófum á
óvenju stuttum tíma. Hann var 14 árum yngri
en Lúther, en varð þó til þess að kenna Lúther
bæði grísku og hebresku, sýnir það meðal ann-
ars samkomulag þessara tveggja svo ólíku
manna, að Lúther, kominn 4 fertugs aldur, skuli
taka á móti fræðslu hjá hinum unga manni.
Lúther segir svo í einu bréfi sínu: »Ég er í
þakkarskuld við Filippus fyrir það að hann
kennir mér grísku; ég er eldri en hann, en það
fælir mig ekki frá að læra hjá honum.« Þeir
eru dæmi þess, hvernig menn geta unnið saman,
þó að skapferlið sé ólíkt. Lúther oft fljótfær og
bráður, Melankton hægfara, en viðkvæmur og
þoldi ekki vel, að gert væri á hluta hans. Skaps-
munir þeirra rákust oft á, en Drottinn notaði
þá báða til stórkostlegra framkvæmda.
Þessir menn voru ekki iðjulausir. Hvert ritið
á eftir öðru kom frá hendi Lúthers. Árið 1520
sendi hann frá sér bók til hinnar kristnu aðals-
stéttar Þýzkalands viðvíkjandi kirkjulegum
endurbótum, og skömmu síðar skrifaði hann
mjög ákveðna og harðorða bók, sem hann
nefndi: »Babýlónarútlegð kirkjunnar«.