Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 91
85
Nú var ekki friðar að vænta. Mótspyrnan
harðnaði, en hreyfingin var vakin. Á vikutíma
seldust af bókinni til aðalsins fjögur þúsund
eintök, að viku liðinni var hún prentuð á ný,
og þeir voru þá ekki svo margir, sem þá kunnu
að lesa. Seinni bókin vakti einnig feykimikla
eftirtekt. Bugenhagen, er síðar varð einn hinn
öflugasti fylgismaður Lúthers, las bókina, en
kastaði henni frá sér, las hana samt aftur og
og hafði engan frið í sálu sinni fyrr en hann
komst til Wittenberg til þess að kynnast höf-
undi bókarinnar.
Afleiðingin af ritum. þessum var sú, að Lúther
var bannfærður af páfanum. En bannfæringar-
bréfið brenndi hann í viðurvist stúdenta við
borgarhliðin í Wittenberg 10. des. 1520. Má
segja, að með slíkri dirfsku sé Lúther algerlega
farinn úr hinni kaþólsku kirkju.
Oft höfum vér heyrt um för Lúthers til
Worms, og munu margir lúterskir menn á þess-
um dögum hugsa um hinn djarfa mann, er stóð
frammi fyrir keisara og tignarmönnum ríkis og
kirkju og talaði þar um, að ekki væri holt að
breyta gegn samvizku sinni. Vér höfum lært,
að hann hafi endað orð sín á þessa leið: >Hér
stend ég, annað get ég ekki. Guð hjálpi mér.
Amen.« Það er um það deilt, hvort hann hafi
sagt þessi orð: »Hér stend ég, annað get ég
ekki,« en aftur ber öllum heimildarritum sam-