Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 92
86
an um, að hann hafi endað með orðunum: »Guð
hjálpi mér. Amen.« En hvað sem þessu líður,
þá er þó aðalatriðið, að Lúther stóð sem bjarg,
óbifanlegur á grundvelli Heilagrar Ritningar.
Þegar hann kom út úr höllinni, þyrptist fólkið í
kring um hann, hann fórnaði höndum til himin$
og hrópaði: »Ich bin hindurch, ich bin hin-
durch« (þ. e. ég stóðst prófið). Frá þessari
stundu er hann ekki eingöngu hzrlcjiifaðir, heldur
einnig þjóðhetja og þjóðarvakning verður ávöxt-
ur hinnar djarfmannlegu framkomu.
Ösigraður fór hann 26. apríl 1521 frá Worms
og fyrir tilstilli vina sinna gat hann dvalið
óhultur í kastalanum Wartburg', og var þar 10
mánaða tíma. Wartburg er uppi á hæð, og hin
háu tré niðri í dalnum sýnast smá, þegar litið
er úr gluggunum á herbergi Lúthers. Sjálfur
stendur hann hátt á þessum tíma, hann er risinn
í allri sinni hæð, aðrir verða, eins og dvergar
niðri í dalnum; en hann, sem er í banni ríkis-
ins, er sístarfandi hetja. Frá Wartburg sendir
hann mörg rit, en aðalþrekvirkið er Biblíuþýð-
ingin. Á 2—3 mánuðum þýðir hann allt Nýja
Testamentið af grísku á þýzka tungu, en geymdi
Gamla Testamentið þar til hann gat fengið
menn í lið með sér, Melankton o. fl.
Orð Drottins kom til hans eins og spámann-
anna forðum, það var því eðlilegt að hann, sem
fundið hafði lækningu við lestur orðsins, vildi