Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Qupperneq 94
88
hendi 350 rit prentuð og auk þeirra fjöldi af
bréfum í allar áttir, iðulega prédikaði hann, um
eitt skeið daglega, og hélt enn fremur fyrir-
lestra
Þess var því þörf, að hann ætti gott heimili.
En bágt áttu menn með að trúa því, að Lúther
ætlaði að gifta sig. Rúmlega fertugur kvæntist
hann 24 ára gamalli stúlku, er var af aðalsætt
og hafði verið í klaustri. Hét hún Katharina von
Bora. Hjónaband þeirra var mjög hamingju-
samt. Yar Katrín mikil búkona og sagði Lúther
oft, að hún væri húsbóndinn, og ávarpaði hana
svo í bréfum sínum. Lúther átti ráðdeildarkonu,
enda var þess þörf, því að hann var enginn
sparnaðarmaður. Gestrisnin var mikil, og Lút-
her gaf öllum, sem til hans leituðu. Honum voru
sendar miklar gjafir, en hann var sígefandi, og
kona hans var ekki mótfallin því, en hún fann
ráð til þess að bæta búskapinn, hún hafði bú-
jörð skammt frá borginni, hafði blómrækt o. fl.
En Lúther hugsaði svo lítið um fé, að hann tók
aldrei borgun hjá útgefendunum fyrir bækur
sínar og ekki heldur fyrir fyrirlestra sína, en
Hans Lufft, sá er gaf út bækur hans, stór-
græddi á þeim.
Á heimili Lúthers ríkti mikil gleði; hjónin
áttu sex börn, og daglega var margt manna við
máltíðirnar, stúdentar, sem bjuggu í húsinu, og
aðkomumenn. Lúther elskaði gleðina, þó að