Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 96
90
um í lífi mínu, er ég fyrir nokkrum árum stóð
við gröf Lúthers og hugsaði um margt af því,
sem ég hefi minnst á í þessari grein. Ég vona,
að sú minningarhátíð, sem nú verður haldin i
hinni íslenzku, lútersku kirkju, verði ógleyman-
leg hátíð, er veki nýtt líf og fjör í kirkju vorri.
Ég bið þess, að heilagt afl brenni í sálum manna,
er þeir nú 10. nóv. svo að segja nema staðar
við dyr hallarkirkjunnar og hugsa um hinn
unga mann, er var af Guði sendur á hentugum
tíma bornum og óbornum til blessunar. Vér
viljum vera meðal þeirra, er verða blessunar-
innar aðnjótandi.
Sértrúarílokkar.
Nokkrir sértrúarflokkar hafa borist hingað
til landsins á síðari árum. Þykir rétt að gefa
almenningi heildaryfirlit yfir sögu þeirra og
kenningar.
Það skal tekið fram, að með orðinu sértru-
arflokkar er hér átt við þá, trúflokka, sem hafa
skilið sig út úr aðalkirkjudeildunum, vegna ein-
hverrar sérstakrar kenningar, sem þeim hefV
fundizt kirkjan ganga um of framhjá, en þeH
byggja á Heilagri Ritningu sem óskeikulli opu1
91
berun Guðs og mælikvarða á líf, trú og kenn-
ingu og eru þess vegna kristnir. Hér er sem
sagt ekki átt við þá flokka eða stefnur, sem
hafna óskeikulleik Ritningarinnar og setja ein-
hverja mannlega nýspeki í stað úrskurðarvalds
hennar.
Það sem kirkjuna og sértrúarflokkana grein-
ir á um, er því ekki grundvöllurinn, heldur hitt,
hvernig eigi að skýra það sem Ritningin segir.
Aðv entisminn.
Nafnið er dregið af latneska orðinu adventus,
sem þýðir koma, enda er aðaleinkenni þessar-
ar trúarhreyfingar einmitt í því fólgið, að hún
væntir mjög nálægrar komu Krists. Að því
leyti er aðventisminn ekki ný hreyfing, því að
eftirvæntingin um nálæga -lendurkomu Krists,
hefir hvað eftir annað blossað upp á liðnum
öldum kristninnar.
En aðventisminn, sem hér er um að ræða,
er svo að segja ný stefna, sem er upprunnin
í Ameríku. Og enda þótt þungamiðjan í kenn-
ingu þessarar nútímastefnu snúist um endur-
komuna, þá koma þó sértrúarskoðanir hennar
einnig fram víða annarsstaðar.
Aðventisminn er þrískiftur: Fyrsta dags að-
ventismi, Sjöunda dags aðventismi og Endur-
bótast.efna Sjöunda dags aðventismans.