Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 98
92
1. Fyrsta dags aðventisminn.
Upphafsmaður hans var amerískur maður,
að nafni William Miller (f. 15. febr. 1782, d.
20 des. 1849). Fyrri hluta æfi sinnar var hann
mikill efasemdamaður, en árið 1816 tók hann
sinnaskiftum og gekk í flokk endurskírenda
(Baptista).
Nú tók W. Miller að lesa Ritninguna af
kappi, einkum þó spádóma hennar um enda-
lokin, endurkomu Krists og heimsendi. Og á
tiltölulega skömmum tíma myndaði hann sér
heilt skoðanakerfi um heimsslitaviðburðina.
Það voru aðallega útreikningar um það, hve-
nær Kristur mundi koma, og byggði hann þá
útreikninga sína á því sem sagt er í Dan. 8,
14. og 9, 24. 25. Komst hann að þeirri niður-
stöðu, að Kristur mundi koma einhverntíma á
tímabilinu frá 21. marz 1843 til 21. marz 1844.
Þessi boðskapur Millers breiddist óðfluga út
og eftirvæntingin jókst með hverjum mánuði.
Aðventistarnir biðu í hvítum klæðum endur-
komu Drottins, margir hættu að vinna og sum-
ir gáfu þeim »vantrúuðu« eigur sínar.
Hinn 21. marz 1844 náði eftirvæntingin há-
marki sínu. Nú voru síðustu forvöð — eftir
nokkrar klukkustundir var öllu lokið!
En 21. marz leið, án þess að nokkuð mark-
vert gerðist. Þá ritaði Miller vinum sínum op'
ið bréf og játaði villu sína. Hann var mjÖg