Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 99
93
vonsvikinn og hætti við allan útreikning um
endurkomuna, enda þótt hann væri enn sann-
færður um, að hún væri í nánd.
En nú kom nýr maður til skjalanna. Einn
af fylgismönnum Millers, að nafni S. Snow,
sagði að sér hefði nú verið gefinn réttur skiln-
ingur á sögunni um brúðarmeyjarnar í 25.
kap. Matt. Hinn rétti skilningur væri þessi:
Eins og brúðguminn í þeirri sögu dvaldist
>hálfan dag«, þannig mundi endurkoma Drott-
ins dragast hálft ár frá 21. marz. Þannig mundi
21. okt. vera endurkomudagur Drottins — það
gæti alls ekki brugðizt.
Fjöldi manna hreifst nú aftur með og það
meira að segja Miller sjálfur. En þegar 21.
okt. leið einnig án þess að nokkuð markvert
gerðist, þá sá Miller, að enn hafði hann farið
út á villigötur. —
Endurskírendasöfnuðurinn var nú orðinn
þreyttur á öllum þeim æsingum, sem Miller og
hans fylgismenn höfðu vakið. 1 janúar árið
1845 voru þeir því reknir úr söfnuðinum. Það
varð til þess, að stofnaðir voru fjölmargir að-
ventistasöfnuðir. Þeir héldu sunnudaginn heil-
agan, og þess vegna eru þeir nefndir Fyrsta
dags aðventistar. Hver söfnuður réði sér sjálf-
ur, án nokkurs verulegs sambands við hina
söfnuðina. Sameiginlegt einkenni þeirra allra
var eftirvæntingin um nálæga endurkomu