Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 100
94
Drottins. Fyrsta dags aðventistar hafa síðan
margklofnað í smærri flokka, sem þó er óþarfi
að geta nánar hér.
2. Sjöunda dags aðventisminn.
Það er sú grein aðventismans, sem fest hefir
rætur hér á landi, enda er það sú greinin, sem
er útbreiddust og bezt ’skipulögð.
Sjöunda dags aðventisminn á rót sína að
rekja til Sjöunda dags endurskírenda (bapt-
ista). Upphafsmaður Sjöunda dags baptism-
ans var prestur að nafni Francis Bampfield
(t 1683). Hann var ríkiskirkjuprestur, en sann-
færðist um það, að það væri rangt að skíra
börn og að halda sunnudaginn heilagan og yfir-
gaf þá ríkiskirkjuna, en þá var hann hneppt-
ur í fangelsi fyrir skoðanir sínar og var þar
í 9 ár. Þegar hann loks losnaði úr fangelsinu,
þá stofnaði hann söfnuð Sjöunda dags endur-
skírenda.
Árið 1844 bar svo við, að kona nokkur að
nafni Rachael Preston, sem var í söfnuði Sjö-
unda dags endurskírenda, kom til Washington,
og komst þar í kynni við söfnuð Fyrsta dags
aðventista. Hún féllst á meginatriðin í skoðun-
um þeirra, en jafnframt tókst henni að sann-
færa þá um nauðsyn þess, að halda sabbatinn
(laugardaginn) heilagan. Þannig var fyrsti