Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 101
95
söfnuður Sjöunda dags a&ventista stofnaður ár-
ið 1844 með 40 meðlimum.
Sá sem fyrstur manna barðist fyrir helgi-
haldi laugardagsins með því að gefa út rit. um
málið, var fyrverandi skipstjóri, Joseph Bates
að nafni. Hann er venjulega talinn stofnandi
Sjöunda dags aðventismans.
En áhrifamestu formælendur hreyfingarinn-
ar voru hjónin James og Ellen G. White. Eink-
um þó Ellen White (11917), sem hefir öllum
öðrum fremur markað stefnu Sjöunda dags að-
ventismans.
Ellen White — eða »systir White«, eins og
aðventistar kalla hana venjulega — var veikl-
uð kona, sem oft féll í dá og sá sýnir, frá því
hún var á 17. ári. Og þær »sýnir« og »opinber-
anir«, sem henni veittust í þessu leiðsluástandi
sínu, hafa aðventistar tekið sem guðlegar opin-
beranir, þar sem þeir töldu hana innblásna af
Guði. Og þessar sýnir hennar og opinberanir
hafa ráðið langmestu um starf og stefnu hreyf-
ingarinnar fram á þennan dag.
Eins og áður er getið, hafði Miller komist
að þeirri niðurstöðu, að endurkoma Krists
mundi verða árið 1843—44, og byggði það á
Dan. 8, 14. og 9, 24. 25. En sá útreikningur
brást algerlega.
En Ellen White kippti þessu útreikningsatriði
í lag. Henni var »opinberað« það dag nokkurn,