Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 102
96
að útreikningur Millers væri í sjálfu sér rétt-
ur, en hann hefði misskilið hvað átt var við
með »hreinsun helgidómsins« í Dan. 8, 14.
Hann hefði haldið, að þar væri átt við náttúru-
byltinguna við lok tímanna (2. Péturs bréf 3,
7. 10.), en það væri rangt. »Hreinsun helgi-
dómsins« væri hreinsun hins himneska helgi
dóms (1. Péturs bréf 4, 17.). Hinn himneski
helgidómur var fyrirmynd tjaldbúðarinnar
(sbr. Iíebr. 8, 5.). öll musterisþjónustan hjá
Gyðingum á einu ári, á því að hafa verið eftir-
mynd hinnar himnesku musterisþjónustu. Og
þar sem hreinsun helgidómsins var síðasti þátt-
urinn í ársþjónustunni við musteri Gyðinga, þá
á hreinsun helgidómsins einnig að vera það síð-
asta, sem Kristur gerir í hinum Mmneska helgi-
dómi.
Og þessa hreinsun hins himneska helgidóms
byrjaði Jesús 22. okt. 1844. Sú hreinsun var
óhjákvæmileg, því að helgidómurinn var flekk-
aður, vegna þess, að laugardagshelgin hafði
verið fótum troðin.
Þannig var allt í stakasta lagi með útreikn-
ingana. Kristur var »kominn«, en aðeins á þann
hátt, að það var ósýnilegt, nema fyrir sérstaka
opinberun, og hana fékk Ellen White, og þar
með var allt fengið.
Árið 1863 var hreyfingin skipulögð, og síðan
hefir hún borist óðfluga út um heiminn. Árið