Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 103
97
1925 var meðlimatalan 250.988. Aðalstöðvarnar
voru upphaflega í Battle Creek í Michigan, en
voru síðar fluttar til Washington.
3. Endurbótahreyfing Sjöunda dags
aðventismans.
Sú grein aðventismans varð til árið 1914,
þegar stríðið skall á. Þá varð að ráða fram úr
því vandamáli, hvort leyfilegt væri að bera
vopn á sabbatsdeginum og hvort stríðið yfirleitt
væri ekki beint brot á 5. boðorðinu: »Þú skalt
ekki mann deyða.« Miðstjórn S. d. aðventista
í Þýzkalandi úrskurðaði, að í þessu efni bæri
að leggja meiri áherslu á frelsi föðurlandsins
en boðorð Gamla testamenntisins.
Þessum úrskurði vildu margir S. d. aðvent-
istar ekki hlýta, og eftir nokkrar árangurslaus-
ar sáttatilraunir sögðu þeir sig úr öllu samneyti
við þann hluta aðventistanna, sem vildu hlýta
úrskurðinum. Hafa þessir flokkar síðan borist á
banaspjótum, dæmt trúna hvor af öðrum og
heimfært fyrirdæmingarspádóma Ritningarinn-
ar og óheilla-»opinberanir« E. White hvor upp
á annan. Báðir flokkarnir telja sig hina sönnu
útvöldu og báðir eigna sér Ellen White.
Endurbótahreyfingin hefir ekki náð mjög
mikilli útbreiðslu, en klofning átti sér stað inn-
an hennar árið 1924, vegna ýmsra spádóma,
sem frú Margareth W. Rowen boðaði, þar á