Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 104
98
meðal, að heimsendir yrði 6. febr. 1925. —
Hreyfingin hefir ekki borist hingað til lands.
K enning aðventismans.
Aðventistar byggja kenningu sína á Ritning-
unni sem óskeikulu Guðsorði, og því er það vit-
anlegt, að þeir hljóta að eiga eitthvað sameig-
inlegt með öðrum kristnum trúflokkum, enda
er það svo. Þannig viðurkenna þeir t. d. kenn-
inguna um þrenninguna, um Jesú sem Guð-
manninn og Frelsarann, sannan Guð og sann-
an mann, kenninguna um friðþægingu hans og
endurlausn, og kenninguna um syndafall manns-
ins og um eng'lana.
Það sem skilur er því aðallega þetta þrennt:
kenningin um skírnina, um hvíldardaginn og
um lieimsslitin.
1. Skfímin. Kirkjan kennir, að skírnin sé
heilagt sakramenti. 1 skírninni veitist mannin-
um endurfæðandi náð Guðs. Og þá.kenningu
sína byggir kirkjan á Ritningunni, sem segir
berum orðum, að skírnin sé endurfæðingar-
laug. f skírninni öðlast maðurinn fyrirgefningu
syndanna: Gerið iðrun og sérhver yðar láti skír-
ast, í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda
yðar«, Post. 2, 38. »Rís upp og lát skírast og
lát afþvo syndir þínar,« Post. 22, 16. »Látum
oss ganga fram fyrir Guð með einlægum hjört-
um, í öruggu trúartrausti, er vér höfum hreins-