Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Qupperneq 105
99
að lijörtu vor af vondri samvizku og laugað
líkama vorn hreinu vatni«, Hebr. 10, 22. Gjöf
Heilags Anda er einnig tengd við skírnina: »Sér-
hver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til
fyrirgefningar synda yðar, og þá munuð þér
öðlast gjöf Heilags Anda«, Post. 2, 38. Þannig
segir því Ritningin, að maðurinn öðlist hjálp-
ræðið í skírninni, en þegar syndari öðlast hjálp-
ræðið, það kallar Ritningin endurfœðingu hans.
Og postulinn segir það einnig berum orðum, að
endurfæðingin sé bundin við skírnina: »Þá
frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna,
sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt misk-
unn sinni fyrir laug endurfæðingar og endur-
nýjungar Heilags Anda«, Tít. 3, 5. Og um sam-
einingu vora við Krist í skírninni talar post-
ulinn í Róm. 6, 4.—5.; Kól. 2, 12.
Kirkjan skírir börn og byggir það fyrst og
fremst á orðum Frelsarans sjálfs: »Leyfið börn-
unum að koma til mín og bannið þeim það ekki,
því að slíkra er Guðsríkið,« Mark. 10, 14. Og
kirkjan kennir, að barnið þarfnast skírnarinn-
ar: »Það, sem af holdinu er fætt er hold,« Jóh.
3, 6. »Vér erum allir að eðli til reiðinnar börn,«
Ef. 2, 3., þ. e. vér fœðumst inn í hið fallna
mannkyn, sem reiði Guðs hvílir yfir og þurf-
um því að endurfœðast inn í Guðsríki: »Eng-
inn getur séð Guðsríki, nema hann endurfæð-
ist,« Jóh. 3, 3. Og kirkjan kennir, að barnið
7*