Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 106
100
sé móttækilegt fyrir skírnarnáðina, og það bygg-
ir hún á því, að Jesús segir, að barnið sé fyrir-
mynd þeirra fullorðnu í móttækileik fyrir Guðs-
ríki: »Sannlega segi ég yður, nema þér snúíð
við og verðið eins og börnvn, komist þér alls
ekki inn í himnaríki,« Matt. 18, 3. »Sannlega
segi ég yður: hver sem ekki tekur á móti guðs-
ríki eins og barn, mun alls eigi inn i pað koma,<
Mark. 10, 15.
En það líf sem barnið öðlast í skírninni, deyr
ef það fær ekki næringu í Guðs orði og bæn-
arsamfélagi við Guð. Þess vegna getur skírður
maður glatast, ef hann notfærir sér ekki þá
náð, sem honum var gefin í skírninni. Þess
vegna er afturhvarfið nauðsynlegt, því að aftur-
hvarfið er fólgið í því, að maðurinn tekur til
persónulegrar notkunar þann arf, sem honum
hlotnaðist í skírninni. Sá maður, sem ekki játar
syndir sínar í daglegu samfélagi við Guð og
meðtekur ekki kraft Heilags Anda í hjarta sitt
til að sigra í baráttunni við syndina, hann er
faliinn frá Guði, dauður og glataður, Lúk. 15, 24.
En í afturhvarfinu öðlast maðurinn aftur hið
sama líf og hann öðlaðist í skírninni, hann er
upp vakinn frá dauðum til nýs lífs í Guði:
»Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum,
og þá mun Kristur lýsa þér,« Ef. 5, 14. »Þessi
sonur minn var dauður og er lifnaður aftur,«
Lúk. 15, 24.