Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 107
101
Þessari kenningu kirkjunnar hafna aðvent-
istar algerlega. 1 fyrsta lagi neita þeir því, að
skírnin sé nokkuð sakramenti. Þeir segja, að
hún sé aðeins hlýðnisathöfn trúaðs manns, játn-
ingarathöfn, þar sem maðurinn lýsir því yfir,
að hann vilji viðurkenna og stefna að því að
uppfylla kröfur Guðs. I skírninni veitist mann-
inum ekkert, sem hann getur ekki alveg eins
öðlast án skírnar.
Þeir hafna algerlega barnaskírninni, þeir telja
hana algerlega þýðingarlausa, hún er alls ekki
skírn í þeirra augum. Það á að skíra fullorðna,
segja þeir. Og því til sönnunar færa þeir margt.
T. d.: Jesús var skírður, þegar hann var orðinn
fullorðinn og óskaði þess sjálfur. En þá sést-
þeim yfir þá meginstaðreynd, að skírn Jóhann-
esar var allt önnur skírn en skírn sú, sem Jes-
ús innsetti með orðunum í Matt. 28, 19. Sbr.
orð Skírarans í Matt. 3, 11.: Ég skýri með vatni
til iðrunar, en sá er mér mátkari, sem kemur
á eftir mér, og er ég ekki verður að bera skó
hans. Hann mun skýra yður með Heilögum Anda
og eldi.« Sbr. ennfremur Post. 19, 1.—5., þar
sem sagt er frá því, að Páll hitti nokkra læri-
sveina Jóhannesar skírara og spyr þá hvort þeir
hafi fengið Heilagan Anda, er þeir tóku trú.
Þeir svöruðu: Nei, vér höfum ekki svo mikið
sem heyrt, að Heilagur Andi sé kominn. Hvaða
skírn voruð þér þá skírðir? spurði Páll. Þeir