Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 108
102
svöruðu: skírn Jóhannesar. Og Páll skírði þá
til nafns Drottins Jesú. Aðventistar segja enn-
fremur, að börnin geti ekki trúað og þessvegna
megi heldur ekki skíra þau. Það verði að bíða,
þangað til þau séu fullorðin. Þannig snúa þeir
orðum Jesú við, er hann segir, að hinir full-
orðnu þurfi að verða eins og bömin, til að geta
komist inn í Guðs ríki.
Barnaskírn er hvergi fyrirskipuð í Ritning-
unni, segja aðventistar ennfremur. Nei, orðið
sjálft stendur hvergi í Ritningunni. En það
stendur heldur hvergi, að skírnin eigi aðeins
að vera fullorðinna skírn. Það var lærisvein-
anna hlutverk að úrskurða, hverjir væru hæfir
til skírnarinnar. Og þegar adventistar benda
á það, að þegar sagt er frá skírn í N.-T., þá
er ávalt átt við fullorðinna skírn, þá er það nú
í fyrsta lagi deilumál, hvort svo er ávalt, og'
í öðru lagi er það ekki neraa eðlilegt, að oft-
ast sé talað um fullorðinna skírn, þar sem frum-
söfnuðurinn var írúboðssöfnuður. Kirkjan skír-
ir auðvitað enn þann dag í dag fullorðna menn
í heiðnu löndunum. Því að auðvitað þarf fyrst
að skapa söfnuð, til þess að skírð börn geti
fengið kristilegt uppeldi, andlega næringu til
viðhalds því lífi, sem þau öðlast í skírninni.
2. Hvíldardagurinn. Adventistar álíta, að ýms
af fyrirmælum Gamla-testamentisins, sem kirkj-
an álítur að hafi verið afnumin með hinum nýja