Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 109
103
sáttmála, séu bindandi fyrir kristna menn. Og
þá fyrst og fremst, að laugardagurinn skuli vera
hvíldardagur. Hvíldardagsboðorðið álíta advent-
istar að hafi verið til frá upphafi, áður en
syndafallið kom til sögunnar. Það er hluti sið-
gœðislögmálsins, en það er aftur eilíft, það var
til áður en það var boðað á Sínaí. Boðorðin tíu
eru mælikvarði á rétt og órétt, og eftir þeim
mælikvarða verða allir dæmdir á efsta degi.
En svo er til annað lögmál, lielgisiðalögmálið, um
fórnir, hátíðir, hreinsanir o. fl., en það er nú
úr sögunni, það var nelgt á krossinn og þar
með afnumið. Jesús hefir sjálfur skipað fyrir
um helgihald sjöunda dagsins, segja advent-
istar. Hve nær? Við sköpun heimsins. Þegar Guð
segir 1. Mós. 1, 26.): »Vér skulum gera mann
eftir vorri mynd, líkan oss,« þá skiljar advent-
istar það þannig, að Guð hafi mælt þessi orð
við Krist, sem tók þátt í sköpun heimsins. Þann-
ig hefir þá Kristur einnig hvílst hinn sjöunda
dag. Þess vegna er hann kallaður »herra hvíld-
ardagsins«, Mark. 2, 28.
Ilelgihald sunnudagsins er »merki dýrsins«,
sem Opinberunarbókin talar um. Og það er ka-
þólska kirkjan, sem hefur leitt kristnina út í
þessa ógurlegu villu, og þess vegna er hún
skækjan mikla, sem talað er um í 17. kap. Op.
»Kaþólska kirkjan hefir breytt lögmáli Guðs
og þannig uppfyllt spádóminn: »Og öll jörðin