Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 111
105
hrifin burt í skýjum til fundar við Drottinn
í loftinu (1. Þess. 4, 17.), til þess að ríkja með
honum í þúsund ár (Op. 20, 4.). Milli fyrri og
síðari upprisunar líða sem sagt þúsund ár. Þá
er þúsund ára ríkið, og það er á himnum, en
jörðin er þá alveg- í eyði.
Þegar þessi þúsund ár eru liðin, þá rísa hinir
óguðlegu upp, en hinir frelsuðu og hin nýja
Jerúsalem koma niður til jarðarinnar og jörð-
in endurnýjast. Jafnframt því að hinir óguð-
legu menn rísa upp er Satan og englar hans
leystir úr varðhaldi sínu. Satan tælir hina óguð-
legu, til þess að ráðast á Jerúsalem, og er þeir
gera það, þá boðar Drottinn þeim refsidóm-
inn. Síðan fellur eldur af himni og gereyðir
Öllum guðleysingjum og illum englum.
Þetta síðastnefnda, gereyðing guðleysingja og
hinna vondu engla, er eitt af vafasömustu kenn-
•ngaratriðum adventismans. Ritningin kennir
skýlaust, að glötunin sé fólgin í eilfum kvölum.
Rúmsins vegna er ekki hægt að taka þetta
ðtriði til ítarlegrar meðferðar, enda nægir alveg
að benda á einn ritningarstað: Matt. 25, 46.: »Og
hessir skulu fara burt til eilífrar refsingar, en
hinir réttlátu til eilífs lífs.« Adventistar álíta,
að orðið »eilífur« eigi ekki að skiljast bókstaf-
^ega, þegar um refsinguna er að ræða, heldur
aðeins »langvarandi«. Refsingin, kvalirnar eru
^ngvarandi, segja þeir, en þeim líkur með ger-
l