Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 114
108
lengri tíma en eina klukkustund í senn. Kennsl-
an er mjög hagnýt, nákvæm og markviss.
Skírnin er fullorðinna skírn, svo sem fyr er
getið. Skírnþegi verður að eiga persónulega trú,
og áður en hann er skírður verður hann að
svara nokkrum spurningum í. áheyrn safnað-
arins, sem safnaðarstjórinn leggur fyrir hann.
Sé þeim svarað fullnægjandi, er skírnþegi skírð-
ur niðurdýfingarskírn. Er lögð rík áherzla á það,
að maðurinn hverfi allur ofan í vatnið.
Kvöldmáltíð er höfð um hönd að jafnaði einu
sinni á hverjum ársfjórðungi. Skilningur ad-
ventista á gildi kvöldmáltíðarinnar er svipaður
skilningi Calvinstrúarmanna. Hún er aðallega
mi nni ngarmáltíð.
Á undan kvöldmáltíðinni fer fram fótaþvott-
urinn, til minningar um það, að Jesús íklædd-
ist mannlegu holdi, tók á sig þjónsmynd. Við
fótaþvottinn eru karlar og konur hver í sínu
lagi. Pað eru tveir og tveir saman, sem þv0
hvor annars fætur.
Söfnuðurinn heldur ekki jólin, né páskana
né hvítasunnuna hátíðlega, því að það er tal'
ið ósannað, að þær hátíðir séu haldnar á rétt-
um tíma árs. Einstakir safnaðarmeðlimir er°
þó óbundnir í þessu efni.
*
Skipulag safnaðarins er mjög fast. Þar er^
gefnar reglur um allt, bæði að því er söfnuð'