Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 115
109
inn sjálfan snertir og hvern einstakling hans.
Safnaðarstjórnin er kosin árlega af söfnuð-
inum og verður hún að semja nákvæma skýrslu
um starfið. ,
Safnaðarmeðlimirnir mega ekki taka þátt í ver-
aldlegum félagsskap né skemmtunum. Sjónleik-
ir, dans, spil og samkvæmislíf sæmir þeim ekki
að taka þátt í. Sama er að segja um öll leyni-
félög og lífsábyrgðarfélög.
Hver safnaðarmeðlimur verður að gjalda tí-
und af tekjum sínum, auk allra annara gjafa,
sem ætlast er til að hann láti af hendi af frjáls-
um vilja, án þess að það sé skylda. Það fé, sem
þannig safnast inn er notað til eflingar starfinu.
Enn fremur fá adventistar miklar tekjur af
bóka- og blaðsölu, sem þeir reka í mjög stórum
stíl, með ágengu verzlunarfyrirkomulagi.
Sem dæmi um fórnfýsi aðventista fyrir mál-
efni sitt, mætti geta þess, að árið 1929 gáfu
amerískir adventistar (Canada meðtalið), sem
eru um 112,000 alls, um 10 rtdljónir króna, til
útbreiðslu adventismans í öðrum löndum.
V. S.
I