Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 118
112
haldinn á Bíldudal 1. og 2. sept. 1933. Ýms
merk mál voru þar rædd.
Aðalfundur prestafélagsins »Hallgrímsdeild<
var haldinn að Hjarðarholti í Dölum 2. og 3.
sept. 1933. Mörg mál voru rædd, m. a. karp
Skálholtsstaðar og fjársöfnun til Hallgríms-
kirkju.
Aðalfundur »Guðbrandsdeildar« var haldinn
á, Blönduósi 2. júlí 1933. M. a. rætt um útgáfu
kristilegs vikublaðs og um útrýmingu áfengis-
bölsins í landinu.
Kirkjuráð hélt fyrsta fund sinn dagana 11.
—24. okt. 1932. Hefir það tekið mjög mörg mik-
ilsvarðandi mál til meðferðar og gert margar
ályktanir. M. a. eftirfarandi: »Kirkjuráðið á-
lyktar að beina þeirri áskorun til presta lands-
ins, að gera sitt ítrasta til að hafa kristileg
áhrif á æskulýðinn í sóknum sínum, fyrst og
fremst með rækilegum fermingarundirbúningi,
því næst með barnaguðsþjónustum, sunnudaga-
skólum og skólavitjunum, og með samvinnu við
heimili og félög, sem líkleg eru til góðra áhrifa
í þessa átt, eða stofnun kristilegs ungmennafé-
lagsskapar.«
»Kirkjuráðið samþykkir að fela þeim
Jóni biskupi Helgasyni, sr. Fr. Friðriks-
syni, Freysteini Gunnarssyni skólastjóra, sr.
Knúti Arngrímssyni og Þorsteini Gíslasyni rit-
stjóra, að vinna að útgáfu viðbætis við sálma-