Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 119
113
bók þá, sem nú er löggilt til notkunar í kirkj-
um landsins.«
»Kirkjuráðið ályktar að beina þeim tilmæl-
um til prestastefnunnar að leita hófanna um
það, hvort prestar landsins teldu gerlegt að
ákveða einn helgidag á ári til fjársöfnunar í
kirkjum landsins, í þeim tilgangi, að útvega
með því fé til frjálsrar kirkjulegrar starfsemi.«
»Kirkjuráðið skorar á Alþingi að breyta lög-
um nr. 54, 7. maí 1928 um Menningarsjóð,
þannig, að i þess fjár, sem sjóðnum áskotnast
árlega, verði fenginn kirkjuráðinu til umráða
til frjálsrar kristilegrar menningarstarfsemi.«
Til vara: »Þar sem allmörg prestaköll verða
að hlíta þjónustu nágrannapresta gegn hálfum
launum, skorar kirkjuráðið á Alþingi, að veita
sem svarar tvennum prestslaunum af því fé,
sem þannig sparast, til þess að styrkja frjálsa
kirkjulega starfsemi undir yfirumsjón kirkju-
ráðsins.«
Ýmislegt.
Messur voru alls fluttar á árinu 1932 3961,
en árið á undan voru þær 3647.
Altarisgestir voru 1932 samtals 5010, og er
það líkt og árið á undan.
Fermd voru 1902 ungmenni.
8