Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 121
115
útbreiða og styrkja þann kristilega blaða- og
bókakost, sem vér þegar eigum í landinu innan
kirkjunnar.
2. Sambandsþing Kristniboðsfélaga Islands
telur nauðsynlegt að stjórn sambandsins geri
allt sem unnt er til að halda uppi sem tíðastri
og reglubundnastri ferðaprédikunarstarfsemi í
samvinnu við félögin hvert á sínum stað.
3. Sambandsþing Kristniboðsfélaga Islands
samþykkir að fela fulltrúum sínum að gangast
fyrir því, hver heima í sínu félagi, að safnað
verði undirskriftum undir áskorun til Útvarps-
ráðs um að það taki inn á dagskrá sína sem
fastan lið, biblíufyrirlestra, sem stjórn sambands
íslenzkra kristniboðsfélaga sjái um. Til þess sé
ætluð ein klukkustund á ákveðnum degi á hálfs-
mánaðarfresti.
4. Sambandsþingið felur stjórn sinni að semja
við eiganda Bjarma um fast og ákveðið rúm
í blaðinu fyrir áhugamál sambandsins og kristni-
boðsmálin yfirleitt.
Stjórn sambandsins skipa nú: S. Á. Gíslason
ritstjóri, forseti; Valgeir Skagfjörð, cand. theol.
varaforseti; Sigurjón Jónsson, bóksali, ritari;
Hróbjartur Árnason, kaupm., gjaldkeri; frú
Helga Þorkellsdóttir, ungfrú Halldóra Einars-
dóttir, frú Jóh. Rokstad. Varastjóm: Sr. Sigur-
jón Árnason, frú Bentína Hallgrímsson, frú Gísl-
ína Friðriksdóttir.
8*