Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 122
116
\ Mötuneyti safnaðanna í Reykjavík,
sem stofnað var til vegna mikils atvinnuleys-
is og fyrirsjáanlegs skorts á nauðsynjum meðal
alþýðu, tók til starfa 8. okt. 1932, og hófst þar
með annað starfsár þess. Framkvæmdanefnd
mötuneytisins skipuðu: Gísli Sigurbjörnsson,
kaupm., Magnús V. Jóhannesson, fátækrafull-
trúi, og Sig. Halldórsson, trésmíðameistari. Þeir,
sem gátu greitt fyrir matinn, bcrguðu 50 aura
fyrir máltíðina, en flestir fengu þær ókeypis.
1 jan.—febr. var aðsóknin mest að mötuneyt-
inu og borðuðu þar þá um hálft fjórða hundr-
að manns á dag. Alls var úthlutað 29341 mál-
tíð handa fullorðnum, en 10938 handa börnum,
8525 ltr. af mjólk og 30 smálestum af kolum,
auk margskonar fatnaðar. Tilraun var gerð með
fræðslustarf í sambandi við mötuneytið. Tekj-
ur mötuneytisins voru 36818,37 kr. (þar af
7500,00 kr. frá ríkissjóði, 19000,00 kr. frá bæj-
arsjóði, 1145,00 kr. frá konungi, 2249,08 frá
ýmsum gefendum, og auk þess matvælagjafir).
Gjöldin voru rúmlega 33 þús.; 3664,20 eru í
sjóði hjá gjaldkera. Kaupmenn og ýmsir aðrir
í Reykjavík sýndu mikla rausn í gjöfum til
mötuneytisins.