Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 123
117
Smávegis.
Upprunl klrkjnklukknanna.
Pað var um miðja 7. öldina, að sá siður kom upp,
að hringja klukkum til að kalla fólk til guðsþjón-
ustu. Þangað til hafði verið venja að kalla til guðs-
þjónustu með því að blása í lúður. Fyrsta kirkju-
klukkan var notuð 1 dómkirkjunni I Nóla á ftalíu,
og hafði Paulinus biskup látið setja hana þar upp.
Tildrögin voru þessi, að því er sagt er: Það var sól-
setur. Hinn guðhrœddi biskup var á kvöldgöngu úti
á engjum, og var í þungum þönkum. Kvöldsólin varp-
aði gullnum blæ á trén og blómin umhverfis hann.
Það var himnesk dýrð og friður allt umhverfis hann,
svo að biskupinn varð gagntekinn af hrifningu, spennti
greipar og bað: »Þú mikli Drottinn dýrðarinnar, ég
lofa þig og vegsama! Gef mér tákn þess, að þú sért
mér nálægur og viljir vera það, allt til hinztu stundar
lífs mínsk Þá heyrði hann undursamlega, titrandi
hljóma allt umhverfis sig, og lágur söngómur barst
yfir engjarnar. Og þá sá biskupinn, að hljómurinn
stafaði af því, að komið hafði snöggur vindblær, svo
að öll bláu klukknablómin sveigðu krónur slnar fram
og aftur I takt. — Til minningar um þessa dýrlegu
hrifningarstund, lét biskupinn steypa stóra klukku
i sömu mynd og klukknablóm, og síðan var hringt
með henni til guðsþjónustu 1 söfnuði hans. Og innan
skamms voru komnar slíkar klukkur í flestar kirkjur
á Vesturlöndum.
Söguleg líiblíu-þýðing.
Meðal Suðurhafs-eyjanna eru hinar svo nefndu Gil-
bert-eyjar. Þar voru áður mannætur. Árið 1857 kom