Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 124
118
fyrsti trúboðinn þangað, Bingham að nafni, ásamt
konu sinni. Voru þau nærri ár á leiðinni, og voru
siðan ein meðal mannætanna langan tima. Eftir mikið
erfiði tókst honum að læra málið, og með óbifanlegri
þrautseigju tókst honum einnig að búa til ritmál.
Hann fékk prentvél, en þá kunni enginn að setja
hana saman, svo að hún kom að engu liði. En þá komu
skipbrotsmenn til eyjanna, og þá vildi svo vel til,
að einn þeirra hafði áður verið prentari. Var þá með
aðstoð hans byrjað að prenta Bibliuna, en verkinu
var ekki lokið fyr en árið 1893.
Frá Austurríkl.
Stjórnin í Austurríki hefir uppleyst félagsskap »fri-
hyggjumanna« þar í landi, vegna þess að hann trufl-
aði trúarfrið þjóðarinnar og svívirti guðsþjónustu og
stofnanir kirkjunnar. Lagafrumvarpið um upplausn
félagsins mætti heiftugri andstöðu í þinginu frá hálfu
jafnaðarmanna, en náði fram að ganga fyrir stuðn-
ing kristilegra jafnaðarmanna, sem er sérstakur flokk-
ur þar 1 landi.
Ofsðknirnar í Rússlnmli.
gegn kristnum mönnum eru engan vegin hættar, held-
ur er þeim haldið áfram með sömu grimmdinni enn þ&
Sex fyrstu mánuði ársins 1933 var 268 kirkjum lokað.
A þessu ári á að gefa út »Kennslubók í guðleysi«
í Moskva, og í barnaskólunum er Jesú lýst sem drykk-
felldum og siðlausum mannit
Hjónaskllnaðlr
verða fleiri með hverju árinu sem líður i Kaupmanna-
höfn. Árið 1930 voru hjónaskilnaðir 1578, en árið 1932
voru þeir 1740. Arið 1920 voru stofnuð 5642 kirkju-
leg hjónabönd í Kaupmannahöfn, en 1165 borgaraleg.