Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 125
119
1932 voru stofnuð 2435 kirkjuleg hjónabönd, en 3754
borgaraleg. Er þetta ástand kristnum mönnum mikið
hryggðarefni.
Utbreiðsla Biblíunnar,
Franski heimspekingurinn Voltaire, sem dó 1778,
sagði.að eftir hundrað ár mundi Biblían vera gleymd
bók, sem hvergi fengist nema hjá fornbókasölum. Og'
mundi þá Biblían verða sönnun um heimsku fyrri
kynslóðai Hann sagði: »Það þurfti 12 menn til að
stofnsetja kristindóminn, en það skal ekki þurfa nema
einn mann til að útrýma honum.« Og þessi eini mað-
ur var auðvitað hann sjálfur. En 25 árum eftir dauða
Voltaires var brezka biblíufélagið stofnað. Og það vildi
nú svo til, að félagið keypti prentsmiðjuna, þar sem
vantrúarbækur Voltaires voru prentaðar, og hefir hún
verið notuð til að prenta Biblíuna. Og húisið, sem Vol-
taire bjó í, þegar hann ritaði þennan spádóm sinn,
það er nú notað sem geymslu- og útsölustaður á Bibl-
íunni. Breska biblíufélagið hefir frá því að það var
stofnað gefið út yfir 300,000000 (þrjú hundruð milljón)
Bibliur. Þannig rættist spádómur guðleysingjans Vol-
taires! Á árinu sem leið var Biblían þýdd á 12 ný mál,
og er hún nú til á ca 300 tungumálum.
Hvað er cyðsJusemi?
Svlar leggja árlega fram 5 millj. króna til heið-
ingjatrúboðs. Andstæðingar kristindóms þar X landi eru
hneykslaðir yfir þvi, að slík fjárupphæð skuli vera
látin út úlr landinu og álita það óverjandi eyðslu-
semi. En þeir hafa ekkert við það að athuga, þótt
sænska þjóðin sólundi 296 millj. krónum í áfengi og
134 millj. í tóbak. En þeim vex í augum 5 millj. króna,
til þess að hjálpa þeim, sem eru staddir í andlegri
og líkamlegri neyð í myrkri heiðindómsins.