Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Page 126
120
Hitler og- trúleysingjar.
Þýzkir trúleysingjar (»fríhyggjumenn«) hafa haft
með sér all-öflugan félagsskap og hafa aðalstöðvarnar
verið í byggingu félagsins í Berlín. En nokkru eftir
að Hitler tók við völdum, lokaði lögreglan þessum
aðalstöðvum, og var félagsskapurinn þar með afnuminn.
Lúthersliátíð í ÞýzkalandL
Marteinn Lúther fœddist 10 nóv. 1483 í Eisleben
í Þýzkalandi, og þ. 10. nóv. s. 1. voru því liðin 450
ár síðan. 1 tilefni af þvl var ákveðið, að 10. nóv.
skyldi haldinn hátíðlegur um gervalt landið. í kirkj-
um og skölum landsins skyldi dagsins sérstaklega
minnst, og blöðin og útvarpið vera notað til að kynna
almenningi starf Lúthers. Þann 19.—27. ágúst var hald-
in hátíðarvika til minningar um Lúther I fæðingar-
bæ hans, Eisleben.
Mcga ekki vera frfmúrarar.
Stjórnin 1 Saxlandi hefir samþykkt, að héðan í frá
fái enginn frímúrari embætti I þjónustu hins opinbera.
Gandlii og kristindóinurinn.
Allir þekkja Gandhi, frelsishetju Indverja, sem býð-
ur heimsveldi Breta byrginn, án þess þó að snerta nokk-
urt morðvopn. Margir halda, að hann sé kristinn, ekki
sízt vegna þess, að hann vitnar stöðugt I fjallrreðuna
og dæmi Krists um að bera mótgerðir með þolin-
mæði og að bera sannleikann fram til sigurs með þvl
að llða, en ekki með því að beita morðvopnum. En
Gandhi er ekki kristinn. Hann segir sjálfur frá við-
kynningu sinni og afstöðu til kristindómsins I æfi-
sögu sinni. Þegar hann var I Johannesburg í Suður-
Afríku, kynntist hann kristnum Englendingi, sem hvatti
hann til að lesa Biblíuna. Gandhi gerði það. Honum
ii