Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 128
virt eru samtals á 3 millj. króna. Sambandssjóður
félaganna launar nú sem stendur 39 framkvædarstjóra
í K. F. U. M. og 38 í K. F, U, K,
Erang-elisk »klaustui'«
Biskup Fonnesbech-Wulff í Danmörku hefir vakið
máls á því, að stofnað væri evangeliskt »klaustur«,
þar sem friðvana, leitandi menn gætu notið leiðbein-
ingar og hjálpar einhvers andlegs mikilmennis, til
að öðlast hvíld og frið i trúnni. í Englandi hafa
slík »klaustur« (»retreats«) verið stofnuð fyrir nokkru
innan rikiskirkjunnar. Þangað geta menn leitað burt
úr skarkala heimsins og í ró og næði gefið sig að hinu
»eina nauðsynlega« einhvern vissan tíma, og gengið
síðan endurnærðir á sál sinni aftur út i baráttu lífsins.
1 þessu sambandi má geta þess, að í september 1930
tóku nokkrir danskir prestar sig saman, undir forystu
H. Ussings stiftsprófasts, og útilokuðu sig frá öllu sam-
bandi við umheiminn í nokkra daga — lásu ekki einu
sinni dagblöðin — og vörðu tímanum eingöngu til and-
legrar uppbyggingar. Voru þátttakendurnir mjög á-
nægðir með árangurinn.
Islam og- krlstindðnmrlnn.
Islam ■— Múhameðstrúin — er í rauninni einu trú-
arbrögðin, sem í fullri alvöru berjast við kristindóminn
um heimsyfirráðin. Sérhver Múhameðstrúarmaður, i
hvaða stétt eða stöðu sem hann er, skoðar sig trúboða
fyrir sína trú, og gera þeir mörgum kristnum mönnum
skömm í því efni. Þeim verður líka mikið ágengt. Sú-
dan er að verða Múhameðstrúnni að bráð, og í Ind-
landi, þar sem 2/3 allra Múhameðstrúarmanna búa, er
háð hörð barátta milli Islam og kristindómsins um
þjóðirnar. 1 Indlandi gefa Múhameðstrúarmenn út 222