Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 129
123
blöð og tlmarit, sem öll eru mjög fjandsamleg kristin-
dómnum.
Afleíðing-ar andatrúarinnar.
Enskur læknir hefir fyrir skömmu haldið því fram,
að i Englandi einu saman séu nú um 10.000 manns, sem
hafi orðið vitskertir af því að taka þátt 1 »tilrauna«-
fundum andatrúarmanna (spiritista). Menn ættu að
minnast orða spámannsins: »Er þeir segja við yður:
Leitið frétta hjá særingarmönnum og spásagnaröndum,
þá skuluð þér svara: A ekki fólk að leita til Guðs síns?
Á að leita til hinna dauðu fyrir hina lifandi?«
Kirkjur í Bóm.
Það mun varla nokkur önnur borg í heiminum vera
jafn auðug að kirkjum og Rómaborg. Þar eru alls 550
guðshús, þar af 390 kirkjur, 169 almennings- og einka-
kapellur og 53 aðrir helgidómar að auki. Nú eru 25
nýjar kirkjur í smiðum þar í borginni.
Umrenningar.
Arið 1912 taldist svo til, að umrenningar og betlarar
1 borgum og á þjóðvegum Evrópu væru um 80—90
þúsundir. En nú eru þeir taldir um 350.000. i Þýzka-
landi einu eru þeir um 35.000, þar af 15.000 í Berlin,
og þar hafa þeir skipulagsbundinn félagsskap. Rúss-
land er ekki reiknað með I þessum fyrrnefndu tölum,
því að þaðan vantar opinberar skýrslur. En vafalaust á
Rússland einmitt metið í þessu efni, svo sem sjá má af
því, að tala flækings-barna einna er um 50.000. Þau
eiga engan að, vita ekkert um ætt sína eða uppruna,
lifa á því að stela og betla, og hafa ekki minnstu hug-
mynd um neins konar velsæmi. Valdhafarnir standa
ráðþrota gagnvart þessu böli.