Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 130
124
Fjall til solu.
Fjallið Kebó, þaðan sem Móses horfði yfir fyrirheitna
landið (5. Mós. 32, 49), kvað nú vera til sölu. Það eru
Bedúina-höfðingjar, sem eiga fjallið, en þá vantar pen-
inga, og vilja þvl selja þessa eign sína. Hafa þeir boð-
ið frakkneskri munkareglu fjallið á 150 þús. franka,
en munkunum finnst það of hátt verð.
Mormónar hafa sent nefnd austur tii Palestinu til að
semja um kaup á fjallinu. Ef samningar takast, hafa
Mormónar í hyggju að byggja nákvæma eflirmynd af
musteri Salómons á Nebó-fjalli.
Fermlng í Englamli.
I Englandi er það biskupinn, sem fermir börnin, og
er sú ferming staðfesting á skírnarsáttmálanum, og um
leið inntaka barnsins sem sjálfstæðs safnaðarmeðlims.
En I sambandi við ferminguna eru ongar gjafir gefnar
og engar veizlur haldnar. En þegar unglingurinn verð-
ur 21 árs, og þar með myndugur, þá er hátíð heimilis-
ins, um leið og hann er óskaður velkominn í hóp hinna
fullorðnu. Væri ekki tímabært að aðskilja þetta einnig
hjá oss, svo að alvara fermingarinnar kafni ekki í
veizluhöldum, eins og nú tlökast.
Lögfræðlngar á páfastóli.
Aðeins lítill hluti af páfum kaþólsku kirkjunnar hafa
verið guðfræðingar. Alls hafa páfarnir verið 258, og
af þeim hafa aðeins 90 verið guðfræðingar. Hinir hafa
verið lögfræðingar. 1 byrjun 13. aldar sýndi Roger
Bason fram á það, að það væri ekki guðfræðiþeklcing,
heldur lögfræðiþekking, sem tryggði mönnum æðstu
embætti kaþólsku kirkjunnar. Ymsir þekktustu páfarnir
voru miklir lögfræðingar, t. d. Alexander III., lnno-
centius III., Innocentius IV., Clemens IV., Bonifacius
VIII., o. s. frv.