Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 133
Kristilegt Bókmenntafélag.
stofnað 16. febrúar 1932.
Stjórn þess skipa:
Sigurjón Jónsson, bóksali, forseti, Jón Helga-
son, ritstjóri, varaforseti, Valg. Skagfjörð, cand. theol.,
ritari, Sigurbjörn Þorkelsson, kaupm., gjaldkeri, Jó-
hannes Sigurðsson, forstöðum., Magnús Runólfsson,
stud. theol., Sigurður Pálsson, prestur.
Varamenn: Hróbjartur Árnason, kaupm., Ingvar Árna-
son, verkstjóri, Páll Sigurðsson, prentari.
Lög íY'lngsIns'.
1. greln.
Pélagið heitir Kristilegt bókmenntafélag og hefir að-
setur sitt í Reykjavik.
2. greln.
Tilgangur félagsins er sá, að efla evangelisk-lútherska
kristni I landinu með því fyrst og fremst að gefa út
kristilegar bækur og blöð, eftir því, sem efni og ástæð-
ur framast leyfa.
3. greln.
Félagið gefur eingöngu út bækur og blöð, sem sam-
rýmzt geta tilgangi þeim, sem tekinn er fram í 2.
grein, og skal kostað kapps um, að vanda bæði efni og
ytra frágang alls þess, er það gefur út.
4. greln.
Stjórnin ræður bóka- og blaðaútgáfu félagsins og
öðrum framkvæmdum þess, að öðru leyti en því, sem
aðalfundur ákveður sérstaklega, samanber 12. gr.