Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Síða 134
128
5. grein.
Aðalfélagar geta þeir einir orðið, sem játa evangelisk-
lútherska trú. Má tala þeirra ekki vera yfir 25. Aðal-
félagar, aðrir en stofnendur, skulu kosnir á lögmætum
félagsfundi, með samhljðða atkvæðum fundarmanna,
enda sé þess getið 1 fundarboðinu, að kosning nýs félaga
fari fram.
6. greln.
Argjald aðalfélaga er minnst 25 krónur, sem greiðist
í byrjun hvers starfsárs.
7. grcin.
Styrktarfélagar geta allir orðið gegn minnst 10 krðna
árgjaldi, sem greiðist fyrirfram. Fyrir árgjaldið fá fé-
lagsmenn ársbækur félagsins, þær, er aðalfundur ákveð-
ur, og séu þær allt að 30 arkir 1 algengu 8 blaða broti.
Gefi félagið út bækur eða blöð, sem ekki teljast til árs-
bóka þess, skulu þær seldar félagsmönnum 20% iægra
verði en söluverð þeirra er annars ákveðið.
8. grein.
Stjórn félagsins skipa 7 menn, sem skulu kosnir
skriflega á aðalfundi, ásamt 3 varamönnum. Forseti og
varaforseti skulu kosnir fyrst sérstaklega um tvö ár,
og siðan hinir 5 stjórnarmeðlimir á sama hátt. Afl
atkvæða ræður úrslitum. Þeir einir eru kjörgengir
í stjórnina, sem hafa verið í félaginu a. m. k. eitt ár.
Hvert ár ganga 3 og 4 til skiftis úr stjórninni.
i). grein.
Stjórnin kýs sér gjaldkera og ritara, úr sínum hóp.
Gjaldkeri veitir móttöku tekjum félagsins, bæði ár-
gjöldum félagsmanna og öðrum tekjum, styrkveiting-
um, gjöfum o. s. frv. Hann greiðir reikninga félagsins,