Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 135
129
þó því aðeins, að þeir séu undirritaðir af forseta og
ritara. I-Iann semur ársreikninga félagsins, og skulu
þeir vera tilbúnir og afhentir endurskoðendum a. m. k.
tveim vikum fyrir aðalfund þann, sem á að úrskurða
reikningana. ■— Ititari gegnir venjulegum ritarastörf-
um og aðstoðar forseta eftir því sem þörf krefwr.
10. greln.
Endurskoðendur skulu vera tveir, kosnir á aðalfundi*
til eins árs I senn.
11. grein.
Stjórnin ræður bókavörð. Hann hefir umsjón með
bókaforða félagsins, sér um útsendingu þeirra bóka,
sem félagið gefur út, innheimtir árgjöldin og and-
virði seldra bóka, bæði hjá einstökum mönnum og um-
boðsmönnum, og annast bókfærslu þessara viðskifta,
samkvæmt nánari fyrirmælum stjórnarinnar. Við lok
hvers starfsárs gefur hann skýrslu um innheimt fé,
óseldar bækur og útistandandi skuldir félagsins, og
skal sú skýrsla vera tilbúin svo snemma, að gjald-
keri geti gert ársreikning sinn samkvæmt henni. —
Fé það, sem hann innheimtir, skal hann afhenda gjald-
kera jafnóðum, gegn kvittun. Póknun og tryggingu
bókavarðar ákveður stjórnin. Stjórninni er heimilt að
ráða umferðabóksala, til þess að útbreiða bækur og rit
félagsins, ef þurfa þykir.
12. grein.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í Reykjavík, í júní-
mánuði ár hvert, og boðaður með 2. mánaða fyrirvara.
— A aðalfundi leggur stjórnin fram skýrslu um starf-
semi félagsins á liðnu starfsári, sem telst frá 1. júní.
Þá skal hún og leggja fram tillögur sínar um starf-