Fróði - 01.02.1912, Blaðsíða 29

Fróði - 01.02.1912, Blaðsíða 29
FRÓÐI 255 ’oreiddust þeir út. Lögðu undir sig hverja sm&borg'ina eftir aðra, uns þeir urðu svo sterkir að þeir lögðu undir sig alt Kínaveldi, Ilinir fvrstu keisarar af Manchu-flokki voru miklir menn. Á dögum Péturs mikla og fyrri var Kang he keisari 1721. Hann var mikilmenni, líklega engu síðri Pétri. Var hennaður mikill og vísindamaður að auk. Löt hann semja orðabók mikla kínverska og leit eftlr sjálfur. Ilann ríkti 60 ár. Ánnar var Keen-Lung, tók við ríki 1725, en sagði af sér 1795 og do 3 árum seinna 88 ára gamall. Hann var skörungur mikill og hermaður sem frændur hans og harðskiftinn nokkuð, Vísindi stundaði hann mikið og var bæði skáld gott og rithöfundur. ðetti hann á fót bókasöfn iVíða og löt gefa út bækur. Ilann lagðs undir sig land alt suður á Nepaul 0g Tibet. Á dögum hans fór fyrst til muna að aukast ensk verslun þar í landi. Var það austur-indverska verslunarfélagið. Þeir smáfærðu sig upp á skaftið félagarnir og gekk þó tregt í fyrstu. Þeir keyftu te 0g silki af Kínverjum, en saldu þeim aftur ópí- um og græddu á stórfö. En ópium fór illa með Kínverja og gerði þá vitlausa. En fölagið hirti ekki um það ef að þeir fengu peninga sína. Hinum betri al Kínverjum var illa við þessa ópíum verslun og viidu fá Englendinga til að hætta henni. Loksins samdist svo árið 1839, að Englendingar seldu í hendur Kínverjum allar þær ópíum byrgðir, sem þeir áttu til og voru það tuttugu þúsund kistur rúmar. Þeir eyðilögðu þær undireins. En þegar enska stjórnin heima fyrir frétti þetta varð hún óð og uppvæg og sagði Kínum stríð á hendur 1849 fyrir að hafa farið fram á þessa óhæfu að eyði- leggja eignir Breta. Bretum gekk sem von var miklu betur því Kínar máttu heita vopnlausir. Lauk svo stríði þessu 1847 0g urðu Kínar að borga tuttugu og eina milion dollara og veita Bretum verslunarréttindi í 4 stórborgum auk þeirra sem þeir máttu versia í áður. Og nú seldu Bretar ópíum eftir sem áður. Var nú róstusamt í Kína við og við. Loks risu Kínar upp undir forustu Ilungs-Sew tseuen, En hann var kínverskur og kristinn. Skoraði hann á Kína að reka af sér stjórnendur þá sem sifelt lægju í löstum og svívirðing'um, en virtu einskis alt hið fagra

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.