Fróði - 01.02.1912, Blaðsíða 25

Fróði - 01.02.1912, Blaðsíða 25
FRÓÐI 251 spurning Hamiltons. Þótt fangavistin vœri honurn ekki geð- feld, þá var ást hans á Alice svo mikil, að hann gat ekki geflð svarið, sem heimtað var af honum. Hann hóstaði, stamaði og sagðiloks. “Ég fullvissa yður um- að ég veit það ekki—ég leit þangaö ekki — ég sá ekki - - það var of fjarri til — ég var ekki með sjálfum mér — ég — .” “Farið með hann. Hafið hann i sterkum böndum,’’ sagði Hamilton. Gætið hans vel. Við skulum reyna, að skerpa minni hans. Við skulum kreysta stóra vindbelg- inn. “ Meðan á þessu óblíöa samtali stóð, var fáni Stórbreta- lands dreginn upp á virkinu, og fylgdi því verki fagnaðaróp sigurvegaranna, Hamilton sýndi Helm og Beverley hinn gamla drengskap. Hann var sannur hermaður, að sönnu haröur í horn að taka, — jafnval grimmur stundum — en hann gat ekki annað, en dáðst að hugrekki þessara tvegga manna, er höfðu neitt út ur honum hina bestu uppgjafar-skilmála. Hann gaf þeim fult frelsi, en þeir lögðu aftur drengskap sinn við, að reyna ekki að strjúka, eða veita mótstöðumönnum hans nokkra aðstoð meðan þeir væru fangar. Brátt urðu þeir mestu mátar, Helm og Hamilton; spil- uðu “vist, “ blönduðu sér ýmsa áfenga drykki, sögðu hvor öðrum sögur og föru jafnan á dýraveiðar út í skóg. Hamilton leyfði ekki rauðskinnuðu bandamönnunum sín- um ingöngu inn í bæinn. Hann lét frönsku íbúana þegar sverja sér hollastU'eiða, er allir gerðu fúslega nema Roussillon, er var í ströngu varðhaldi setn glæpamaður. Hann hamaðist þar sem Ijön í búri og sagðist líða píslarvætti. Varðhaldið var lít.ill bjálkakofi í einu liorni virkisins, opinn fyrir veðri og vindi. Útsyni fremur harðneskjulegt: Snjör og Vabash-fljótið bólgið og ísi þakið. Heltn reyndi að fá Roussillon lausann, því að þeim var orðið vel til vina, en í því ináli var Hamilton ó- fáanlegur til vægðar; áleit að Roussillon hefði farið með fláttskap, er ekki hlýddi að uinbuna. Nei, ég ætla að gefa honum tóm til

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.