Fróði - 01.02.1912, Blaðsíða 23
FRÓÐl
249
inn. í enihverri leiöslu signdi hann sig sem til varnar gegn
4rásum freistarans.
“Guö hjálpi yður séra Beret,’’ mœlti hún óþolinmóð.
“Er ekki agnar ögn af viti oröið eftir í yður? Takið fánann
‘Og felið hann. Standið ekki svona glápandi og skjálfandi.
Fljótt nú. Þeir sáu mig taka hann, og geta komið á eftir
mér. Áfram með yður!”
Nú tók hann loks að skilja hana. Hann reis á fœtur
Góðlátlegt bros lék á andlitinu. Hún hratt honum ofur gæti-
lega áfram.
“Felið það nú eins og ég segi yður, gamli, ástúðlegi
kjáni. ’ ’
Án þess að segja orð, vafði hann fánann upp, beygði sig,
ilyfti fjöl upp úr gólfinu, og lét hann koma þar undir.
Alice þaut til prests, faðmaði hann að sér og kysti hann
af afli á báðar kinnsrnar. Heitar varirnar hennar létu eftir
rauða bletti á kinnum gamla mansins.
“Dirfist ekki að láta nokkurn mann fá það! Það er
íáninn hans George Washington’s. ”
Hún þjappaði honum þétt að sér.
Hann hratt henni frá sér með báðum höndum, marg-
signdisig, þuldi bænir hart og títt, en — augun hlóu.
“Þér hefðuð átt að sjá mig. Jeg skðk fánann framan í
þá—Bretana — og ungur yfirmaður tók ofan fyrir mér. Ó,
séra Beret, það var svo líkt því, sem stendur í skáldsögum.
Þeir ná virkinu en ekkí fánanum! hæ, hœ, ekki fánanum!
Ég frelsaði hann; þaS gerði ég þó.”
Ákafinn brá nýrri fegurð yfir liana, roðinn í kinnunum fór
vaxandi og jók hið eðUlega, barnslega yndi hennar. Þetta
sigurhrós hennar og meðvitund um mátt sinn og megin brá
göfugleik á svip hennar, göfugleik, er klæðir jafnan vel ungt
og fagurt andlit.
Séra Beret stóðst ekki brennandi mcelskuna heunar,
hann gat ekki flúið eða troðið í eyrun, meðan hún lét dæluna