Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 1
] ólahugleiding
Jólin nálgast. Nemendur eru í óða önn
að athuga um ferðir til heimkynna sinna.
Við þá, sem lengsta leið eiga fyrir höndum,
er sagt: „Kemst þú heim?“ Ef svarið er nei-
kvætt eða dræmt, verður þögn. Öll þráum
við að komast til heimila okkar og njóta
helgi jólanna. Við skiljum líka vel þá, sem
ekki komast, eða geta ekki veitt sér það. Svo
er nú orðið, að flestir geta farið heim, en
venjulega eru þó örfáir eftir. Þeim senda
þeir, sem heima dveljast, ætíð beztu jóla-
óskir.
Jólin eru gleði- og minningarhátíð. Við
gerum okkar ítrasta til að gleðja vini og
vandamenn. Og fá verk eru okkur Ijúfari,
en að hreinsa og fága heinrili okkar fyrir
hátíðina. Á jólanóttina finnum við bezt,
hvers virði heinrilin eru okkur. Þegar allir
eru komnir í hátíðaskap og ylur og vellíð-
an gagntekur okkur, þá vill enginn ótil-
neyddur yfirgefa húsið og leita einhvers
annars staðar, sem þó kemur fyrir, er öðru-
vísi stendur á. Ríkust er þó gleði barnanna.
Það er okkar stærsta gleði að sjá brosandi
barnsandlit. Þeirra gleði er hrein og opin-
ská. Þau finna ekki fyrir neinum áhyggjum
lífsins.
Þegar kirkjuklukkurnar hljóma og jólin
ganga í garð, þagnar allur ys og þys hvers-
dagsleikans. Friður færist yfir allt. Ósjálf-
rátt minnumst við atburðar, sem skeði fyrir
1956 árum á völlunum við Betlehem, þegar
engih Drottins birtist fjárhirðunum og
skýrði þeim frá fæðingu frelsarans. Við lát-
urn hugann reika til ungu og fátæku for-
eldranna, sem urðu að setja nýfætt barn
sitt í jötu, því að gistirúm var ekki til. Já,
við látum hugann líða til allra, sem þjást
af sjúkleika eða fátækt.
Á jólunum verður okkur líka hugsað til
þeirra, sem afneita trúnni og þykjast geta
staðið einir í lífsins ólgusjó. Þeir eiga engin
jól. Hvers virði er hátíðin þeim. Þeim verð-
ur aðeins ami að öllum jólaundirbúningn-
um. Þeir missa af miklu að geta ekki notið
að fullu gleði barna og fullorðinna.
Aldrei líður okkur betur, en þegar við
sitjum í kirkjunni okkar og heyrum jóla-
guðspjallið. Við fyrstu orð prestsins: „En
það bar til. . . . “ kemst hátíðablærinn á há-