Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 19
MUNINN
19
en ég veit af, er ég setztur við borðið mitt í
hlýju herberginu. Ég gríp niður í bókina,
þar sem ég hætti í gærkvöldi, en ég hef
engan frið í sálu minni. Stafirnir hringsnú-
ast fyrir augum mínum líkt og iðandi hóp-
sýning á íþróttavelli, og spurningarnar
koma hver af annarri upp í hugann: Til
hvers ertu að þessu? Hví leggstu ekki held-
ur þarna á bekkinn, lygnir aftur augunum,
lætur óráðshugsunum skjóta niður í hug-
ann eins og eldingu í símavír, unz þær svífa
burt, um leið og þú festir blundinn, og sef-
ur síðan draumlaust til morguns? Hvers
vegna ertu að valda þér áhyggjum með því
að velta vöngum yfir hlutum, sem þú getur
engin áhrif haft á, yfir heimi, sem þú skilur
ekki í rökleysi sínu, en heldur þó áfram að
vera kaldur veruleiki engu síður en tungl-
ið, sem hefur þann eina tilgang að vera til
og ekkert meir. Hlítir þú ekki sömu lögmál-
um og blómið, sem óx í grýttri jörð í sumar
og lifði ævi sína alla á því stutta sumri, and-
aði að sér ilmi vorsins, svo heitt í gleði sinni
og áhyggjuleysi, gat af sér fræ, sem barst
með blævindi haustsins út um urðina, föln-
aði síðan og lagðist til hinztu hvíldar við
hjarta landsins? Og þó er það ekki alveg
dáið, þetta fallega blóm. Það lifir nefnilega
að vissu marki áfram í fræinu, sem sveif á
svo tilvil junarkenndan hátt út í loftið, tók
sér bólstað í jörðu og skýtur svo að vori
undrandi auga upp á yfirborðið, nákvæm-
lega eins og áður. Er þessi óræða röð ættliða
og kynslóða ekki hinn eini tilgangur lífs-
ins, þótt stefnulaus sé? Eða eiga þau fræ,
sem þú og þínir sá, ef til vill eftir að skapa
sér sinn eigin tilgang, taka stefnu og gera
hana innihaldsríka, markvissa og ákveðna?
Og er þá máske ekki til einskis setið við lít-
ið borð í leitinni miklu, meðan hjól tím-
ans heldur áfram að snúast í kringum sjálft
sig og tunglið að glotta inn um gluggann
þinn?
L. G.
Einar Benediktsson
(Framhald af bls. 12.)
er mér bókin Vogar, þótt erfitt sé að taka
eitt verk Einars fram yfir annað, þar er allt
með handbragði snillingsins, krafti hug-
sjónamannsins, myndauðgi listamannsins og
vizku spekingsins.
Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Einar suður
í Herdísarvík „Fótsár af ævinnar eyðimörk."
Hann dró sig út úr glaumi heimsins og tók
sér hvíld eftir erilsaman vinnudag í landi
feðra sinna. Eitt sinn kvað Einar, er hann
kom úr utanför:
„Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör
og merki þér ljóðastafi.
Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knör.
Til þess er ég kominn af hafi.“
Ef til vill hefur honum orðið hugsað til
þessara orða á ævikvöldi sínu suður í Her-
dísarvík.
Starfsdagur skáldsins Einars Benedikts-
sonar var liðinn, liann orti lítið. Hann
hafði lifað hátt, lifað glæsilega og skapað
mikil listaverk og auðgað bókmenntir og
tungu íslendinga.
Hann hafði unnið sér sess meðal mestu
skálda þjóðar sinnar og af sumum jafnvel
talinn fremstur þeirra.
„Því eitt er það jafnan, sem mannar mann,
einn munur, sem greinir annan og hann
— orðlist hans eigin tungu.“
Páll Pétursson.
Danska í IV. b.
Vernharður: „Já, Eggert Ólafsson. Já,
hann var skáld og í hverju kemur það helzt
fram?“
Þorst. Svörfuður: „Hann orti ljóð.“