Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 13
MUNINN
13
LEYSING
Garg mávanna, sem í morgunskímunni
fljúga þungvængjaðir í áttina að öskuhaug-
unum, er í senn bæði frekjulegt og ámát-
legt. í hálfan mánuð hafa kvik augu þeirra
gjóað eftir æti, en alls staðar hefur skjanna-
hvít snjóbreiðan blasað við.
Pollurinn er ísi lagður út fyrir Oddeyri.
Hvergi er björg að fá nema á öskuhaugun-
um, en frá þeim leggur daunillan reyk, sem
leggst yfir blágrár og svo viðbjóðslegur, að
jafnvel rotturnar, sem ekki eru uppvægar
fyrir ósóma, fitja upp á trýnið, þegar þær
skjótast fram hjá stirðnuðu hundshræi eða
nöguðum kindabeinum.
Pað er haust. Sólin hækkar á lofti, og það
birtir yfir snævi þöktu landinu, sem er eins
og ósnortinn meyjarlíkami, nakinn. Snjó-
kristallarnir skína, en þegar á daginn líð-
ur, bráðna þeir og síga niður, en kólna þar
og frjósa í glerkenndar kúlur. Svona halda
þeir áfram að síga að jörðu, þar til að lausa-
mjöllin er orðin að þéttu, hörðu snjólagi,
hinum fráhrindandi snjó hversdagsins, sem
rispar nakið hold.
Að kvöldi, þegar sólin hættir að skína, fer
blár kuldinn höndum um snjóinn, og hann
verður að hjarni, sem brestur undan fæti.
Þessi snjór er fjötur jarðarinnar, og þarna,
þessa dagana, beið hún lausnarinnar. Og
vissulega kom lausnin.
Uppi í háloftunum svifu örsmáir dropar,
sem voru frændur glerdropanna, sem fjötr-
uðu jörðina. Þessir dropar biðu vitjunar-
tíma síns, en á meðan undu þeir sér við að
minnast hverjir við aðra og sameinast eins
og elskendur á jörðinni.
Andradráttur jarðarinnar, uppgufunin,
bar dropana uppi, en þegar litlu droparnir
höfðu kysstst svo mikið, að uppstreymið gat
ekki lengur borið þá, byrjuðu þeir að detta
einn af öðrum, hraðar og hraðar. Það var
logn, og droparnir féllu beint og þungt til
jarðar, og brátt sást í sinu á hó!.
Jörðin var að færast úr fjötrinum. Svo
kom nóttin. Regnið féll þétt, þungt og sef-
andi. Myrkrið varð kolsvart. Aíyrkur, sem
einkennir regnnótt á hausti. Regndroparnir
strukust við gluggarúðurnar, en streymdu
svo niður þær í perluðum straumunr eða
kipptust niður þær, eins og einhver hrekkja-
lómur í dimmunni hefði gert þeim bilt
við. Fólkið hjúfraði sig undir sængurnar
og gætti þess, að hvorki hönd né fótur stæði
útundan, því að fólkinu fannst, að regnið
næði þá til þess og bleytti það. Svo sofn-
uðu menn, og andardrátturinn var þungur
og jafn eins og regnhljóðið. Regnið og
myrkrið þjökuðu bæinn, og yfir honum
hvíldi höfgi. Myrkrið þrengdi að ljósun-
um, svo að þau rétt týrðu gegnum dimm-
una, gulum, þróttlausum bjarma. Á götum
Akureyrar byrjaði að myndast krapi, og
regnvatnið beljaði niður í ræsin, og út í
dimmuna barst holur, kveðandi niður.
Bærinn var hljóður, og rigningin vann að
leysingunni með syngjandi niði.
Að afliðinni nóttu blés skip. Ljósin á
því skýrðust gegnum regnmyrkrið, þegar
það þumlungaðist gegnum skændan álinn
fyrir Oddeyri að Torfunefsbryggjunni.
Skipið lagði að. Pípið úr flautu vaktstjór-
anna var deyft af regnhljóðinu, og það
barst aðeins skammt, svo hvarf það í regn-
dropana og féll til jarðar með þeim. All-
ur snjór var horfinn af bryggjunni, en á
steinfleti bryggjunnar var vatnslag, sem
endurspeglaði bryggjuljósin. Regnið gerði
spegilmyndina annarlega, því að frá drop-
unum runnu út hringir, sem svo rákust
hverjir á aðra og brotnuðu, og bryggjan
var eins og mynstraður spegill.