Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 11
MUNINN
U
EINAR BENEDIKTSSON
Ég óttast, að ég muni reisa mér hurðarás
um öxl, er ég tek þetta efni til meðferðar.
Þekking mín á manninum er harla lítil, og
auk þess er ég ekki nægilega kunnugur
verkum hans, til þess að ég geti framkvæmt
það skammlaust.
Sagt er, að skáldin þekkist á verkum sín-
um, en samt þykir mér óhægt um vik að
skrifa um Einar, af því að ég hygg, að hann
hafi verið mjög tvískiptur maður. Ég iiygg,
að skáldið Einar Benediktsson hafi ekki
verið neitt líkt athafnamanninum Einari
Benediktssyni, hann var ekki allur eins og
hann kemur fram í verkum sínum. En allir
hlutir hafa sínar orsakir og einnig margt af
athöfnum Einars.
Þegar ég fór fyrst að lesa kvæði, fékk ég
fjarlæg heimkynni sínu, litla bænum í karg-
anum.
Þannig endar saga Veturhúsa. Trén og
jörðin hverfa gersamlega eins og stóð á
stórhríðardegi, allt gleymist um Veturhús.
í hæsta lagi verða til sagnir um bæ, sent ein-
hvern tíma hafi staðið þarna — bæ, sem yf-
irgefinn hafi háð baráttu við skaðræðisár,
en beðið lægri hlut. Þannig fer þeim, sem
tapar eftir frækilega vörn. — Dag nokkurn
rekur trén frá Veturhúsum að ókunnri
strönd. Bóndinn á býlinu við sæinn hirðir
sprekin — þurrkar þau — brennir þeim.
Þannig endar saga trjánna frá Veturhúsum.
Á ævikvöldi sínu verða þau tíl þess að ylja
upp í koti smælingjans. Þau fara fagnandi
inn í eilífðina. Óskandi, að eins fari búend-
unum frá Veturhúsum.Óskandi, að þeir láti
gott af sér leiða á ævikvöldi sínu. — Nú eiga
sigurvegararnir — árnar í Hamarsdal — einn
farveg.
Ágúst Sigurðsson.
andúð á ljóðum Einars. Einkum mun þar
hafa valdið, að ég skildi lítið í þeim, og auk
þess þótti mér þau stirðkveðin og öfugsnú-
in. Eftir að ég kom nokkuð til vits og ára,
hefur þetta breytzt. Ég hef lært að virða
hugsunina í kvæðum Einars, lært að meta
verk, þar sem mannvit og speki eru meitluð
í hverja ljóðlínu með snilldarlegri ná-
kvæntni, lært að meta myndauðgina í kvæð-
um Einars, þar sem hann dregur upp litauð-
ugar myndir af margvíslegum viðfangsefn-
um betur en nokkur annar íslendingur.
Ég er þeirrar skoðunar, að Einar sé mesta
skáld íslendinga, að Stephani G. ólöstuðum,
skáldi fegurðarinnar og hreinleikans, skáld-
inu, sem þrátt fyrir óblíð lífskjör, fátækt,
einyrkjabúskap og litla skólamenntun,
byggði sér musteri úr ljóðum sínum, svo
hreint og fágað, að þar finnst hvergi blettur
eða sori. En það er önnur saga.
Ymsar ytri aðstæður urðu til þess að gera
Einari léttara að verða sá andans jöfur, sem
raun varð á. Hann lilaut í vöggugjöf frá-
bæra glæsimennsku, var stórættaður og
fékk tækifæri til þess að afla sér langskóla-
menntunar. Allt þetta hefur án efa létt hon-
um lífsbaráttuna og veitt svigrúm til skáld-
skaparafreka.
Ég ætla mér ekki að fjölyrða um æviferil
Einars, hann er mér ekki nógu kunnugur
til þess, að ég geti tekið hann til meðferðar.
Foreldrar skáldsins slitu samvistir, er
hann var á unga aldri. Var hann þá um
nokkurt skeið á vist með skáldinu gamla á
Bessastöðum, en ósennilegt er, að hann hafi
orðið fyrir miklum áhrifum frá Grími í það
skiptið.
Einar hvarf frá Bessastöðum eftir skamma
dvöl og fluttist með föður sínum norður í
Þingeyjarsýslu, en þar tók þá faðir hans,
stjórnmálaskörungurinn Benedikt Sveins-