Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 17

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 17
MUNINN 17 kenna var mjög spennandi. Þar kom mest á óvart Guðný Þórisdóttir úr 3. bekk. Með sterklegum en léttum tökum tókst henni að ná öðru sæti eftir harða baráttu við Sólveigu Guðbjörnsdóttur B. Óskandi væri, að hún taki nú til að æfa af kappi. Guðm. Gústavsson, 5. bekk, synti skemmti- lega í 100 m. skriðsundi. Þorvaldur Crrétar Einarsson vann örugglega 50 m. bringu- sund drengja, og Gissur Helgason vann 50 m. skriðsund drengja. 45x40 m. boðsund karla var skemmtileg- asta grein mótsins. Menntskælingar unnu bæjarmenn örugglega eftir mikla tvísýnu í fyrstu. Úrslit voru þessi: 50 m. skriðsund kvenna: 1. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir MA 36.6 sek. 2. Guðný Þórisdóttir MA 40.6 sek. 50 m. skriðsund telpna: 1. Rósa Pálsdóttir Ak. 40.1 sek. 2. Þórey Káradóttir Ak. 40.3 sek. 50 m. bringusund kvenna: 1. Kristín Halldórsdóttir MA 46.1 sek. 2. Ásth. Kjartansdóttir MA 47.2 sek. 50 m. bringusund telpna: 1. Jónína Pálsdóttir Ak. 46.4 sek. 2. Súsanna Möller Ak. 49.8 sek. 3. Margrét Guðmundsdóttir MA 50.0 sek. 50 m. skriðsund drengja: 1. Gissur Helgason MA 34.9 sek. 2. Hákon Eiríksson Ak. 35.4 sek. 100 m. skriðsund karla: 1. Vemharður Jónsson Ak. 1.12.1 mín. 2. Guðm. Gústavsson MA 1.17.6 mín. 100 m. bringusund karla: 1. Áskell Egilsson Ak. 1.26.8 mín. 2. Þorsteinn Áskelsson Ak. 1.29.2 mín. 3. Kristinn Arnþórsson MA 1.30.4 mín. 50 m. bringusund drengja: 1. Þorv. G. Einarsson MA 41.3 sek. 2. Elvar \7aldimarsson Ak. 42.5 sek. 10x40 m. boðsund kvenna: 1. Sveit Ak. 5.58.6 mín. 2. Sveit MA 6.08.7 mín. 45x40 m. boðsund karla: 1. Sveit MA 22.25.5 mín. 2. Sveit Ak. 23.04.5 mín. Sjöfn. SKÁKÞÁTTUR Starfsemi Skákfélags M. A. hófst að þessu sinni með því, að efnt var til fölteflis. Júlí- us Bogason, skákmeistari Norðurlands, tefldi fjöltefli við nemendur á 30 borðum, og fékk hann 22þi vinning á móti h/o,. Fjórir nemendur náðu að vinna Júlíus, og eru það þessir: Halldór Blöndal, Jóhann Páll Árnason, Páll Ingólfsson og Sigurður Viggósson. Nú hefði mátt ætla, að talsverð- ur áhugi ríkti meðal nemenda á skákíþrótt- inni, og þar sem allmargar raddir komu fram um það, að æskilegt væri að halda hraðskákmót, þá ákvað stjórnin að taka það næst fyrir, en hraðskákmótið féll niður síð- astliðinn vetur. Þegar svo á hólminn kom, mættu ekki nema 8 keppendur til leiks. Mótið fór prýðilega fram, og kom aldrei til kasta skákstjóra að dæma um vafaatriði. Keppt var eftir hljóðmerki, og voru 10 sek. á leik. Úrslit urðu þau, að í 1.—2. sæti urðu Halldór Elíasson og Úlfur Árnason með 6 vinninga hvor, en í 3. sæti varð Bjarni Þjóðleifsson með 5J/2 vinning. Hall- dór og Úlfur tefldu síðan tvær skákir til úr- slita, og vann Halldór báðar, varð hann þar með hraðskákmeistari M. A. Nú stendur yfir einstaklingskeppnin svonefnda, og eru ekki nema 6 keppendur, svo að henni verð- ur sennilega lokið fyrir jól.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.