Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 9
MUNINN
9
kom, leitaði ég uppi sjúkrahúsið og hélt
rakleiðis þangað. Mér var hleypt inn. Hún
var mjög illa meidd. Báðir fætur hennar
voru brotnir og mjaðmagrindin. Hún var
föl ásýndum, en glöð í bragði. Ég settist hjá
henni, og við töluðum saman um það, sem
á dagana hafði drifið. Svo spurði hún mig,
hvort ég væri farinn að vinna í Reykjavík.
En ég sagði henni, að ég hefði komið suður
til þess að hitta hana. Hún varð fá við. Ég
sagði henni, að ég elskaði hana enn þá. En
hún sagði, að við gætum ekki gifst. Ég sagði
henni ,að henni myndi brátt batna og við
myndum stofna heimili og eiga börn saman.
Þá brast hún í grát. Ég tók utan um Itana
og kyssti og reyndi að hugga hana. Hún
hjúfraði sig upp að mér. Að lokum sagði
hún mér, að við gætum ekki átt börn sam-
an. Ég sagði henni, að ég elskaði hana fyrir
því og ég vildi giftast henni. Ég reyndi að
kyssa hana aftur, en hún ýtti mér frá sér og
bað mig að fara. Hún grét. Þá kom hjúkr-
unarkonan og bað mig að fara út. í marga
daga reyndi ég að finna hana aftur, en hún
vildi ekki tala við mig. Svo fór ég heim.
Ég hætti að vinna og byrjaði að drekka.
Ég skrifaði henni oft á sjúkrahúsið, en fékk
ekkert svar. Svo kom hún heim. Ég reyndi
að ná tali af henni, en mamma hennar rak
mig í burtu. Ég stóð á hverju kvöldi við
kirkjutröppurnar, og horfði upp í gluggann
liennar. Þegar peningarnir, sem ég hafði
lagt fyrir handa lienni, voru þrotnir, sigldi
ég af landi brott til þess að reyna að gleyma.
í rnörg ár sigldi ég niilli hafnarborganna.
Ég reyndi að svalla, en það gekk ekki. Þegar
ég fór með vinum mínum á pútnahús, þá
fann ég, að hún var hjá mér, og ég sneri
við. Ég kom heim í gær, og allt er eins og
það var, þegar ég fór. Og nú stóð ég síðast
við tröppurnar, þegar þú komst, og hún
horfði aðeins raunalega á mig, eins og hún
þekkti mig ekki.“
Ég hafði hlustað á söguna með athygli, og
hún snart mig vissulega djúpt, og ég
skammaðist mín fyrir að hafa spurt hann.
Ég stóð upp, tók í hönd hans og gekk út.
Nú er liðinn sólarhringur, síðan ég
heyrði söguna, sem ég skrifaði í gær, en mér
finnst, að ég verði að segja frá því, sem ég
heyrði í dag. iÞegar ég kom á fætur í morg-
un, heyrði ég, að ungur maður hefði skotið
sig til bana í nótt. Ég fór að grennslast um,
hver þessi maður hefði verið, og ég komst að
því, að það var ungi maðurinn, sem ég tal-
aði við í gærkvöldi. Og í kvöld gekk ég nið-
ur kirkjutröppurnar og leit upp í gluggann.
Þar sat hún þögul og horfði á mig.
Huldar S. Ásmundsson.
í myrkviði fornum
I myrkviði fornurn lítil lind
með lygnum fleti blundar.
Og yngismey á ástafund
hinn unga svein á góðri stund
boðað hafði, og einn í skóg hann skundar.
Strax og rann hin rauða sól
varð reimt í hverjum skugga.
Fölir svipir fara á kreik,
og feigðarvofan læðist bleik.
í myrkri vofur mönnum fjörráð brugga.
Hún beið hans ei. í lind hann leit,
lostinn harmi sárum.
Hann rnynd af gömlum manni sá
með myrkan svip og hárin grá,
og augu bæði tæmd af gleði og tárum.
Ari Jósefsson.
Saga í V. M., Egill Gunnlaugsson á
kvalabekknum.
Aðalsteinn: ,,Já, hver var nú talinn mið-
punktur jarðarinnar á miðöldum?"
Egill (eftir mikið umrót í heilafellingun-
um): ,,Helvíti.“