Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 16

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 16
16 MUNINN Knattspyrnan hófst strax í haust, en er ekki enn lokið og er óvíst, hverjir sigra munu. Þrju lið eru eftir, 6. og 4. bekkur, sem hvort um sig hefur engum leik tapað, og 3. -bekkur, sem tapað hefur einum leik. í fyrra sigraði þáverandi 3. bekkur (nú 4.), en árið þar áður þáverandi 4. bekkur (nú 6.). Ætla má því, að keppnin verði mjög tvísýn. Blakmótið byrjaði um rniðjan nóvem- ber, og er ekki enn lokið. Þau tíðindi gerð- ust, að hvorugur 6. bekkurinn né 4. M tekur þátt í mótinu, og er engu líkara, en að blakáhugi innan skólans sé að dvína. Það er illt til þess að vita, þar sem blakið er okkar skólaíþrótt og þar að auki rnjög skemmtileg og göfug íþrótt. 12 karlalið taka þátt í mótinu að þessu sinni, og er keppnin mjög tvísýn. Þó má telja, að 5. S eigi vísan sigur. Kvennaliðin eru 7, eða frá öllum bekkj- um, og eru leikir þar mjög tvísýnir. Geng- ur oft á ýmsu, og margt óvænt gerist í þess- um leikjum, enda afar vinsælir af áhorf- endum. Hnitið á stöðugt meiri vinsældum að fagna innan skólans. Nú hafa á milli 60 og 70 manns tíma í húsinu, og getur húsið vart rúmað fleiri. I þessum hópi eru marg- ir byrjendur, og er gott til þess að vita. Frjálsar íþróttir hafa verið stundaðar undir stjórn Hermanns Stefánss. íþrótta- kennara. Tímar hafa verið stopulir að und- anförnu, en byrja af fullum krafti eftir nýár. Körfuknattleikur er okkar yngsta íþrótt, en fer nú sigurför um landið. Þetta er hrað- ur, en prúður leikur, sem krefst mikillar lipurðar. Því miður hefur enn ekki tekizt að fá kennara til þjálfunar, en við vonum, að úr því rætist eftir nýárið. A. SUND Sunnudaginn 11. nóv. fór fram sundmót í Sundlaug Akureyrar milli Í.M.A. og bæj- arbúa. Þetta var fjölmennasta sundmót, sem haldið hefur verið hér á Akureyri, og markar það tímamót í sögu sundíþróttar- innar hér. Alls tóku 70 menn héðan úf skólanum þátt í mótinu og stóðu sig með prýði. Mótið hófst með keppni í 50 m. bringusundi kvenna. Þar sigraði Kristín Halldórsdóttir 3. bekk. Hún syndir lag- lega og gæti með æfingu náð langt í sund- íþróttinni. Keppnin í 50 m. skriðsundi

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.