Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 7

Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 7
MUNINN 7 mjög hamingjusóm. Hann starði á þau nokkra stund. Laginu var lokið, og þau fóru út. Lárus gekk hægt til dyranna. Hann var alveg forviða. Var þá Sólrún svona. Jæja, þá það. Hann gekk heim á leið, en var lengi heim. Hann þurfti oft að nema staðar og horfa yfir þorpið sitt. Hér hafði 'hann lifað marga ánægjustund. Einnig hér varð hann að sjá heitustu ósk sína verða að engu. Vorið var komið aftur með nýjum fyrir- heitum fyrir alla þá, er einhvers gátu vænst af forlögunum og sjálfum sér. Túnin á bæj- unum voru farin að grænka, og blettirnir í þorpinu voru orðnir loðnir. Kvöldhúmið hafði færst yfir, og létt og gagnsæ þoka blakti yfir hæðum og lautum. Það var laugardagskvöld, og kvöldsvalinn lék þýðlega um vangana. í hlíðinni fyrir of- an þorpið var maður á gangi. Hann fór hægt,færði fæturna gætilega hvorn fram fyr- ir annan. Öðru hverju stanzaði hann, tók upp pela og saup á. Þetta var enginn annar en Lárus búðarmaður. Hann hafði farið að drekka um áramótin. Svo fór hann að van- rækja starfið. Og nú hafði kaupmaðurinn sagt ihonum, að hann þyrfti ekki að koma aftur til vinnu í búðina. A-llt var þetta kaupfélaginu að kenna. Nú var hann á leið eitthvað upp í fjallið. Hann langaði að fara eitthvað langt burt frá þorpinu og kaupfélaginu. Týr Týsson. Ó sk Þegar ég faðma fíngerða líkamann þinn, flétta hann saman við styrkleika handanna minna, og rödd þína í rökkrinu heyri: „Ég get ekki dvalið hér lengur, ljúflingur minn, því lævirkinn syngur í vorgarði draumanna þinna, og fundirnir verða ekki fleiri,“ þá óska ég stundum, að okkar barmar, öll okkar vitund, varir heitar, væru orðnar að eiri. Tosti. Haust Klæðist nú foldin í kápu konungsins harða, sem þeysir á fannhvítum fáki frá fjöru til heiða. Nú ríkir sorg yfir sveitum, söngvinir flognir, sem helguðu ljúfustu lög sín laufinu á trjánum. Svefn hefur sigið á hvarma saklausra blóma, sem áttu sér fegurð og uxu í íslenzkri moldu. Borgin er hljóð eins og brúður í bjartleitum kjólnum, sem bíður, vonar og vakir, unz vorgyðjan kemur. Jón Einarsson. Harmkviða Örlög grimm gæfu minni spilltu, skópu hastan harm. Fyr harðri hendi féll í Heljar fang bakhjarl minna beztu vona. Minni sorg veldur minning vinar, sem sjálfur syrgði vin. Misjafnt miðlað, miskunnar allrar án, er mönnum sorg og ástar auði. Frumferill.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.