Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 14
14
MUNINN
Svo fölnuðu ljósin fyrir morgunskím-
unni, því að dagurinn ráfaði upp á austur-
himininn, og landið og sjórinn komu
smám saman í ljós.
Silfurlitaður ísinn á Pollinum var að-
eins rofinn af dökkri rákinni, sem skipið
hafði markað. Vaðlaheiðin hafði misst hina
flekklausu fegurð. Moldarflákar liöfðu
komið í ljós hér og hvar, óg blautar klapp-
irnar voru tinnusvartar.
Látlaust rigndi.
Hið neðra var landið orðið autt, og á
gulnuðum stráum glitruðu regndropar.
Moldargöturnar voru blautar og aurugar.
Einstaka verkamaður gekk til vinnu sinn-
ar, og aftan á ljósum vinnubuxum hans
sátu moldarklessur.
Hlaðnir mjólkurbílarnir snigluðust inn
í bæinn, og malbikið ómaði undan keðj-
unum, en brúsarnir dangluðust saman,
Vinnukonurnar hjökkuðust á bílrúðun-
um fram og aftur, en allt kom fyrir ekki,
og bílstjórarnir rýndu gegnum vatnsflaum-
inn á rúðunum.
Svo fóru börnin að koma út á göturnar,
klædd regnkápum með sjóhatta. Sum voru
syfjuð og pírðu augun, en regnið örvaði
þau til starfa, og þau sulluðu í drullunni
og óðu í pollunum og stöppuðu niður fót-
unurn, svo að gusurnar gengu í kringum
þau. Þá hlógu þau hátt. Sum gengu með
hnakkann aftur á baki og létu regndrop-
ana væta andlit sín. í bröttum götum
höfðu smálækirnir grafið sér farvegi. Þetta
kölluðu börnin ár og lilupu meðfram þeim
og stikluðu yfir þær. Svo datt eitt á rass-
inn, en ekkert gerði það til, því að öll nátt-
úran var svo blaut, og jrau voni svo nátt-
úrleg.
Moldin í beðum garðanna var þétt og
svartbrún. Trén voru nakin, en í sölnuðu
grasinu lágu blöðin í fögrum haustlitum,
og það gljáði á þau. Við húsveggi stóðu
brotnir blómstönglar hnipnir. Blómbotn-
ar lágu í blautri moldinni. Dauðinn hafði
þegar farið höndum um þá.
Eftir hádegið stytti upp. Dumbungslegt
skýjaþykknið fór að leysast sundur í grá-
hvíta skýjahnoðila, og loftið kom í ljós,
blátt og tært. Sólin tók að skína, og jörðin
brosti við lágum geislum hennar.
Túnin fyrir ofan bæinn eru rök og
mjúk, og í spor mín vætlar vatn leysingar-
innar, þar sem ég geng yfir bleika sinuna.
Hátt í loftinu hnitar hlakkandi mávurinn
hringa. Á morgun mun ísskánin á Pollinum
leysast í sundur fyrir sunnankulinu, sem
tekið hefur að blása innan Eyjafjörðinn.
Kvistur Bjarkar.
Stærðfræði í VI. S.
Gluggatjöldin hafa verið dregin fyrir, og
bekkurinn liggur fram á lappir sínar og
virðist sofandi. Skarphéðinn Pálmason
kemur inn og segir: „Er hér sameiginleg
bænastund?"
Náttúrufræði í IV. S.
Ólátaorkestrið í öftustu í'öðinni lætur
öllum illum látum, unz hin mikla þolin-
mæði Stefáns Ámasonar er þrotin, og hann
segir: „Hættið þið þessu. Þið eruð óupp-
dreginn andskotans kommúnistaskrill."
Franska í V. M.
„II y avait deux mendiants dans la rue,
le pére, un vieillard, avec son fils.“
Andrés Jrýðir: „Það voru tveir betlarar
á götunni, pabbi afgamall og sonur hans.“
Franska í V. M.
Friðrik spyr Helgu: „Hvernig er sonur
Péturs á frönssku?“