Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 4
4
MUNINN
S AMKEPPNI
Hinir skáhöllu geislar septembersólarinn-
ar skinu yfir Tangakauptúnið, sem stóð rétt
fyrir .utan botn fjarðarins. Þetta var ósköp
venjulegt kauptún og hafði sömu legu, eins
og svo mörg önnur kauptún á íslandi.
Fjörðurinn, Langifjörður, var eins og
nafnið bendir til, langur og mjór, girtur
háum fjöllum. En inn af honum gengu
tveir dalir. Þeir 'hétu Eystri-Dalur og Syðri-
Dalur. Það var nefnilega málvenja manna
að tala um austur og suður, eins og um
gagnstæðar áttir væri að ræða. Sama máli
gegndi um norður og vestur. Eins sögðu
bændurnir í Eystri-Dal, að þeir ætluðu að
skreppa vestur í Syðri-Dal, og svo töluðu
þeir um, að fara út á Fjörð. Kæmi ókunn-
ugur maður því í þessa sveit, var engin leið
fyrir hann að átta sig á því, er honum var
sagt um áttirnar. Nei, hann varð að vera
áttavilltur, þangað til hann hafði lært öll
orðatiltæki Fjarðarmanna utan að.
Tangakauptún var ósköp friðsælt og yfir-
lætislaust á þessum kyrrláta septemberdegi.
Kirkjan stóð sinn trausta vörð efst í þorp-
inu. Hún var orðin nokkuð gömul, og það
var presturinn líka. Það komu heldur ekki
aðrir í kirkju en gamalt fólk. Reyndar kost-
aði gangan upp að kirkjunni gamalmennin
mikið erfiði og marga svitadropa. En hvort
sem það hefur stafað af göngunni (því að
það er svo hollt að svitna) eða af hinni seim-
dregnu blessun prestsins, þá kom fólkið
mikið léttara í bragði heim aftur.
Það voru tvær hafskipabryggjur í þorp-
inu. Önnur tilheyrði kaupfélaginu, sem var
nýstofnað, en hina bryggjuna átti Ólsen
gamli kaupmaður. Fyrir ofan bryggjuna
stóðu húsin hans. Neðstar voru vörugeymsl-
urnar, svo sláturhúsið og efst stóð sölubúð-
in. Einu sinni voru þessi hús ný. Þá voru
þau falleg, og tjörulyktin, sem angaði af
þeim í sólskininu, bar með sér framandi
ilm. Lárus búðarmaður stóð fyrir innan
búðarborðið og hallaði sér fram á vigtina.
Hann mundi þá daga, er hann átti þá ósk
heitasta að verða ,,innbúðar“ hjá Ólsen.
Nú hafði hann verið hér í tuttugu ár. All-
an þennan tíma hafði liann unnið dyggilega
og verið verzluninni trúr. Hann hafði fljótt
lært, að „vigta rétt“ og einnig að vigta bet-
ur lianda hreppstjóranum heldur en t. d.
honum Ólafi í Gröf, sem átti sjö börn og
gat ekki borgað. — Samt var Lárus ekki
ánægður.
Það gekk einhver fyrir gluggann. Ef til
vill væri einhver viðskiptavinur að koma.
Dyrnar opnuðust og inn kom ungleg
kona og bauð góðan dag. Þetta var nýja
skrifstofustúlkan sýslumannsins. Lárus reis
upp og gekk til hægri nokkur skref, lagaði
á sér bindið, hneigði sig og bauð góðan dag.
„Hvað get ég gert fyrir yður, ungfrú?"
sagði hann og liorfði án afláts á stúlkuna.
„Það er nú býsna margt, skal ég segja yður,
en í þetta skipti ætla ég aðeins að biðja yð-
ur um hanzka." „Já, alveg sjálfsagt, ungfrú.“
Lárus sneri sér í hring og kom óðara með
öskju fulla af hönzkum.
Það var undarlegt, hvað liann veitti þess-
ari stúlku mikla athygli. Hún, sem var hon-
um bráðókunnug.
Stúlkan keypti hanzkana, en liann „skrif-
aði“ þá. Svo fór hún, og þá var hann einn
aftur.
Það var einkennilegt þetta kvenfólk. Lár-
us fór að hugleiða, hvað stúlkan hafði verið
frjálsleg og óþvinguð. Hún brosti við hon-
um, eins og þau liefðu þekkzt lengi. Hvern-
ig átti liann að skilja svona framkomu?
Ekki svo að skilja, að Lárusi þætti virð-
ingu sinni nokkuð misboðið.þótt ung stúlka
væri alúðleg við hann, já, jafnvel brosti til