Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 10
10
MUNINN'
VETURHÚS
Ég var á leið inn Hamarsdal í Suður-
Múlasýslu í blíðskaparveðri einn sunnudag.
Sól var í hádegisstað og stafalogn. Lengi
ihafði mig langað til að litast um í þessum
afskekkta dal, og nú var þessi von mín orð-
in að veruleika. Ég hafði oft reynt að gera
mér í hugarlund, hvernig umhorfs væri í
innri hluta dalsins, og nú — nú var alveg
komið að því, að ég fengi að líta þetta allt
eigin augum.
Geysimikið klettabelti gengur yfir þveran
dalinn, og heitir Einstigi, þar sem gatan
liggur inn yfir. Beljandi á rennur fyrir neð-
an, og Einstigið er — alveg eins og nafnið
segir — krákustígur. Ósjálfrátt varð mér
hugsað til þess fólks, sem búið hafði innan
iþessarar torfæru — sumt alla sína ævi, —
mikla .dirfsku hefur það sýnt — mikla festu
1 lund og óbifandi hugrekki.
Ég hafði búizt við, að er Einstiginu
sleppti, myndi dalurinn blasa við, en það
var öðru nær. í örskotshelgi var hátt og
brikalegt kletabelti, — og virtist mér það
æði óárennilégt lausgangandi. Hvernig hef-
ur þetta fólk farið hér með byrðar á baki?
Hefur því reynzt kleift að komast yfir
þetta? Hvert beltið öðru verra tók við,
og var næsta lítil tilbreytni í landslagi.
Straumhörð Hamarsáin steyptist fram dal-
inn ríkilát á svip. Það var auðséð, að hér
drottnaði hún, hér var allt undir henni
komið.
En brátt tók að örla á birkikjarrinu, og
það stækkaði og fríkkaði eftir því, sem inn-
ar dró. Unaðslegur ilmurinn barst að vit-
um mér .— Tók nokkur ilmur þessu fram?
Líklega enginn. Þetta var ómengaður ilm-
ur frjálsræðisins. — Sauðfé var á 'beit hér og
þar. Mér lá við að öfunda það, líf þess var
svo frjálst og óbundið. Og kindurnar litu
upp, undrandi yfir að sjá mann á þessum
slóðurn, því að aðeins var einn bær innar í
dalnum, — eyðibýlið Veturhús. Ég hélt
áfram göngunni, og er minnst vonum varði,
sá ég bæinn framundan. Þarna stóð lrann í
friðsæld einveru sinnar — stóð á grasgeira
milli tveggja vatnsfalla. Yfir honum gnæfði
snarbratt og hrikalegt fjall — stórgrýtt og
úfið. En sólin skein á bæinn og vermdi
hann í einverunni, hún gleymir engum,
ekki einu sinni eyðibýlum í afskekktum
dölum. Og þarna stóðu bæjarírúsin, sem
veitt höfðu mönnunr og málleysingjum
skjól, er úti geisaði vetrarstormur stríður.
iÞarna stóð bær fátæktarinnar í kargaþýfð-
um túnkraga. En nú sá ég, að árnar voru
óvinir bæjarins, ég greindi, hversu illa sá
er staddur, sem tvö hrikaöfl herja á misk-
unnarlaust — látlaust. Hamfarir náttúrunn-
ar eira engu. Túnið hafði sífellt minnkað —
árnar breikkað — grasið færzt innar og inn-
ar — beðið ósigur í baráttunni við árnar
tvær. Þarna gat að líta sorg manna. Trjá-
garður var í hlaðvarpanum. Þar voru nokk-
ur reynitré á stangli. En þau voru fögur
þessi tré, enda sýndu þau og sönnuðu, að
líf gat með góðu móti þrifizt í dalnum ein-
manalega. — Þetta herjaða eyðikot urðu
mennirnir að yfirgefa. En trén gáfust ekki
upp. Þau héldu áfram að dafna, gáfust ekki
eins fljótt upp, af því að þau sáu ekkert.
Þau áttu sér einkis ills von — vissu ekkert
um árnar — heyrðu ekki einu sinni heróp
þeirra, er þær steyptust með feiknar-þunga
niður ægibratta fjallshlíðina. Og nú voru
mennirnir horfnir á braut — trén voru
þarna í þeirra stað. Eitthvað varð að koma
í stað þeirra, sem þarna höfðu fæðzt og
helgað þessu býli starfskrafta sína alla. En
brátt er úti um trén. Ámar sigra að lokum,
en trén falla, berast með sogándi straum-
þunga alla leið út á haf. har eru þau orðin